Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2013 | 14:30

Latanna Stone 11 ára – næsta golfstjarna Bandaríkjamanna?

Á stjörnuhimni golfheimsins í Bandaríkjunum skín stjarna hinnar 11 ára Latönnu Stone skært.

Hún er aðeins venjuleg 11 ára stelpa, sem langar í MacBookPro þegar orðin leið á iPodinum sínum vegna þess að hann les ekki DVD diskana hennar. En venjuleg bara fram að því að kemur að golfleik hennar.

Síðastliðið sumar varð Stone nefnilega yngsti kylfingurinn til þess að hljóta þátttökurétt á  U.S. Women’s Amateur, þá aðeins 10 ára. Pabbi hennar sem skráði hana í mótið varð alveg þurr í munninum þegar hann gerði sér grein fyrir því sem var að gerast; dóttir hans að slá aldursmet í einu elsta kvennamóti heims.  Tiltölulegt létt verk var að keyra dótturinni á mótið þetta sinn en Amateur mótið fór á fyrra ári fram í Charleston, Suður-Karólínu, sem er ekki langt frá heimili Stone-fjölskyldunnar í Valrico, Flórída.

Það er með ólíkindum hvað krakkar vaxa hratt úr grasi. Latanna er nú 1,53 m á hæð og hefir vaxið um 7 cm frá því sumrinu þar áður. Andlitsdrættirnir eru fullorðinslegri  og hún virtist hafa mun betri stjórn á golfleik sínum en margar háskólastúdínurnar sem voru næstum tvöfalt eldri en hún.

Í Dixie Amateur mótinu (sem Andri Þór Björnsson og Arnór Ingi Finnbjörnsson tóku þátt í) var skor hennart 77-81-67-68 og hún lauk keppni jöfn öðrum í 16. sæti.  Síðustu tveir hringirnir eru þeir bestu sem hún hefir náð dag eftir dag í móti.  Markmið hennar var einfaldlega að ná niðurskurði.

Latanna Stone á svo marga bikara að hún og pabbi hennar, sem er kylfusveinninn hennar hafa misst tölu á þeim.  Latanna hefir tekið þátt í Florida Junior Tour í aldursflokknum 13-15 , en færði sig í stúlknaflokk 16-18 ára og sigraði á 2. móti sínu í þeim aldursflokki.

Pabbi Latönnu segir að það séu 50% líkur að dóttir hans muni hljóta undantekningu á mót á LPGA mótaröðinni í Thaílandi 21.-24. febrúar n.k. Það eru 10 undanþágur veittar og verið er að velta því fyrir sér hvort Latanna Stone hljóti eina vegna þess að mamma hennar er frá Thaílandi.

Aðspurð hvað væri þess utan á dagskrá hjá henni US Girls Junior mótið kannski?  Ekki aldeilis, gleymdu því!  Latanna vill taka þátt US Women´s Open risamótinu og verða yngst til að taka þátt þar!