Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2013 | 17:00

Svarti jagúarinn hans Lee Westwood til sölu

Þar sem Lee Westwood er að flyta alfarinn til Bandaríkjanna þá hefir þessi fyrrum nr.1 á heimslistanum sett sportlega, svarta jagúarinn sinn á söluskrá.

Þetta er jagúar af XJ gerð aðeins ekinn 11.500 mílur þ.e. fram og tilbaka á nærliggjandi golfklúbb.

Meðal staðalútbúnaðar sem fylgir bílnum eru svört jagúar Jet leðursæti, Four Zone Dual Climate Control, 20″ Mataiva Alloy hjólbarðar, aðlaganleg ljós, Bluetooth símaport, neyðarbremsur, aðstoðar kvikmyndavélar þegar bílnum er lagt (ens. Front and Rear Park Assist with Camera); færanlegt elektrónískt þak, svört innrétting (ens. Piano Black and Carbon Inlays), skemmtipakki með 3 þráðlausum „headphone-um“; dýnamísk stöðugleikastjórn (ens. Dynamic Stability Control), fjölvirknis leðurstýri með val um hita í því (ens. Leather Steering Wheel with Heating Option); Sjálfstýring með sjálfgengum hraðatakmarkara (ens. Cruise Control with Automatic Speed Limiter); Skynjari (ens. Pedestrian Contact Sensoring) Power Boot lok; upplýstar jagúar ræmur í bláu (ens. Illuminated Jaguar Entry Strips in Power Blue) rafstýrð sæti fyrir ökumann og farþega (ens.: Electric Memory Seats for Driver and Passenger); rafstýrð gluggatjöld að aftan (ens. Electric Rear Blind), LED ljós (ens. LED Daytime Running Lights), DAB útvarp; fjölmiðlatengi með SAT Nav Sun; hiti í sætum með vali um kælingu að framan og aftan.

Eins eru í jagúarnum Bowers og Wilkins 1200w hátalarar og sjónvarp.

Verðið á bílnum er  £ 48,500 (u.þ.b 10 milljónir íslenskar krónur)

Ef þið hafið áhuga á bílnum hafið samband við Jonathan í Parkway Motor Group, Mansfield Road Edwinstowe Mansfield, Nottinghamshire, á Englenadi. Sími: + 44 (0) 1623 825560 eða gegnum tölvupóst: john@parkwaymotorgroup.com