Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2011 | 13:30

Evróputúrinn: Morrison og Molinari efstir eftir 1. dag Barclays mótsins

Það eru Bretinn James Morrison og Ítalinn Edoardo Molinari sem leiða eftir 1. dag á Barclays Singapore Open, en mótið hófst í dag. Báðir komu inn á hörkuskori, 62 höggum þ.e. -9 undir pari. Morrisson fékk 10 fugla og 1 skolla á 16. braut (par-3)  og Molinari spilaði nákvæmlega eins, nema fékk skollann á par-4 9. holunni.

Edoardo Molinari

Í 3. sæti er Y.E. Yang aðeins höggi á eftir Morrison og Molinari.

Til þess að skoða stöðuna eftir 1. dag Barclays Singapore Open, smellið HÉR: