Luke Donald endurnýjar samning við Mizuno – ætlar að einbeita sér að sigrum á risamótum
Luke Donald tilkynnti ekki um endurnýjun samninga við langtíma styrktaraðila sinn Mizuno með lúðrablæstri og leiksýningu fyrir alþjóðafjölmiðla né heldur með því að gera fyndna auglýsingu með félaga sínum Mizuno manninum Charles Howell III. Hann einfaldlega hringdi frá Flórída þar sem hann er að undirbúa sig fyrir 13. tímabilið sitt á PGA Tour.
„Mér líkar bara að halda mig við það sem ég þekki,“ sagði Luke um samnings framlengingu sína og gaf ekki upp lengd samningstímabils né nánari skilmála samnings síns við Mizuno. „Ég hef verið hjá þeim í 10 ár og ég hef aldrei verið einhver sem svíkur lit.“
Mizuno er með „fjölskyldu andrúmsloft“ sagði Donald og honum líkar athyglin sem hann fær í búnaðartrukknum þegar hann þarf nýtt grip eða breyta fláa á kylfum sínum.
Ein af aðalástæðum þess að Luke er áfram hjá Mizuno er að fyrirtækið hefir aldrei gert að skilyrði að allar 14 kylfurnar í pokanum verði að vera frá Mizuno.
„Mér myndi finnast það erfitt — nema samningurinn kvæði á um það — að spila með öllum 14 kylfum (frá sama framleiðanda). „Ég væri að ljúga ef ég segðist ekki hafa prófað kylfur frá öðrum og mér finnst óþægilegt að skuldbinda mig til að spila með 14 kylfum (frá sama framleiðanda). Mér líkar að hafa sveigjanleika með dræver og pútter.“
Luke segist spila með 11 kylfum frá Mizuno – þ.e. öll járnin hans og fleygjárnin eru frá Mizuno en hann notar TaylorMade Rocketballz dræver og Odyssey White Hot Tour XG pútter.
Luke er nú nr. 3 á heimslistanum á eftir Tiger og Rory. Hann fann ekki fyrir neinni „Schadenfreude“, þ.e. meinfýsi yfir því að McIlroy og Tiger komust ekki í gegnum niðurskurð í Abu Dhabi.
„Að gefnu hæfileikum hans, mun hann ekki ströggla,“ sagði Donald um McIlroy. „Ég myndi ekki kenna kylfunum um. Þetta var snúinn golfvöllur til þess að hefja tímabilið á. Hann Rory á eftir að venjast breytingunum.“
„Leikmenn eins og Rory og Tiger koma aðeins fram einu sinni á lífstíðinni,“ segir Donald. „Ég er leikmaður annarrar gerðar og ég skil svo sannarlega allt umstangið í kringum þá.“ „
Fyrir Luke Donald snýst 2013 tímabilið ekki um að aðlagast breytingum. Hann segist einbeita sér að því að „sigra og sigra á risamótum.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024