Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2013 | 18:00

PGA: 8 sigrar Tiger Woods á Torrey Pines

Tiger Woods á metið hvað sigra á Torrey Pines áhrærir, en hann hefir 8 sinnum sigrað þar – oftar en nokkur annar. Sjö þessara sigra unnust á Farmers Insurance mótinu (sem þá hét Buick Invitational 14 ár  á undan (1996-2009). Það var ekki fyrr en 2010 þegar fyrst var farið að kalla mótið Farmers Insurance Open. Eins vann Tiger í  einu risamóti, Opna bandaríska, á Torrey Pines, árið 2008.

Hér má sjá myndasafn af sigrum Tiger Woods á Torrey Pines  

Hér verða 7 sigrar Tiger á Torrey Pines rifjaðir upp, um þann 8. og nýjasta frá því í gær, er fjallað í öðrum greinum á síðunni í dag:

1, Sigur á Buick Invitational árið 1999

Það voru 9 mánuðir, heil meðganga, frá síðasta sigri Tiger og allt umtal fyrir mótið var um að Tiger væri í lægð. Og ekkert dró úr þeirri umræðu þegar hann rétt komst í gegnum niðurskurð (munaði aðeins 2 höggum að hann væri úti). Á 10. teig á 3. hring var hann 9 höggum á eftir forystumönnunum. „Ég taldi að 63 högg myndu fleyta mér langt,“ sagði hann eftir að hann setti nýtt vallarmet 62 högg, en með þeim árangri komst hann í 1 höggs forystu á mótinu. Á sunnudginum var Billy Ray Brown 4 höggum á eftir Tiger en barðist um að komast í vinningsstöðu og var búinn að ná að jafna þegar enn átti eftir að spila 1 holu. Annað högg Brown á 18. fór í karga við hliðina á vatninu. Annað högg Tiger var 176 yarda högg með 7-járni 15 fet ofan við holuna. Hann setti síðan niður arnarpúttið og sigraði með 2 höggum og jafnaði mótsmet George Burns. „Ég sagði ykkur þetta var bara tímaspursmál,“ sagði Tiger. „Ég held að 17 undir pari um helgina sé ansi gott skor!“

 

2003

2, Sigur á Buick Invitational 2003

Árið 2003 þ.e. keppnin á Buick Invitational það ár markaði endurkomu Tiger Woods, eftir að hann hafði undirgengist uppskurð á hné 3 mánuðum áður. Eftir tafir vegna rigninga á fimtudeginum spilaði Tiger 27 holur án verkjar í hnénu og var í góðri stöðu fyrir helgina. „Ég svaraði spurningum mínum hvort eða ekki þetta hné myndi standast álagið í 72 holur. Ég spilaði 27 á föstudeginum og það var fínt,“ sagði Tiger.  Á sunnudeginum innsiglaði Tiger sigurinn með höggi sem kom öllum á óvart. Hann var á bakvið tré á 15. braut en ákvað að gleyma bara öruggu leiðinni og sló með 4-járni 5 metra frá stöng og lagði upp fugl úr vonlausri stöðu. Phil Mickelson, sem spilaði í lokaráshópnum með Tiger horfði á sigurlíkur sínar hverfa út í buskann þegar hann fékk skolla á 2 af síðustu 4 holunum. Tiger var að vonum ánægður eftir hringinn: „Staðreyndin að ég fór þarna út í dag og keppti og vann alla er ansi frábær tilfinning!“

 

2005

3. Sigur á Buick Invitational 2005

Tiger Woods náði 3. titli sínum á Buick Invitational með samtals skor upp á 15 undir pari, 272 höggum og 3 högga sigri yfir Tom Lehman, Luke Donald og Charles Howell III. Tiger vann sér inn $864,000 fyrir sigurinn og jók verðlaunafé sitt úr mótum sem hann hafði unnið  í $2,939,000 í aðeins 8 Buick mótum sem hann hafði tekið þátt í. Tiger  (1999, 2003, 2005) og Phil Mickelson (1993, 2000, 2001) voru þegar þarna var komið sögu einu kylfingarnir í sögu mótsins til þess að hafa unnið það þrisvar sinnum. Þetta var 41. sigur Tiger á PGA TOUR . Með þessum sigri fór Tiger fram úr Cary Middlecoff og í 8. sæti þeirra sem oftast höfðu unnið á PGA TOUR. Tiger var 2. í púttum í vikunni með  að meðaltali 26.5 pútt á hring og var í 4. sæti yfir meðallengd dræva þ.e. 307.6 yarda (281 metra). Á lokadeginum varð Tiger að spila 31 holu vegna þoku, sem stytti 3 hringinn, þannig að aðeins var hægt að spila nokkrar holur.

2006

4. Sigur á Buick Invitational 2006

Tiger Woods varð fyrsti leikmaðurinn í sögu  Buick Invitational til þess að sigra 4 sinnum á mótinu. Það var árið 2006, en eins og að framan er getið unnust fyrri sigrar hans 1999, 2003 og 2005. Woods vann sér inn $918,000 sem var met og bætti því við verðlaunafé sitt í fyrri Buick mótum upp á $3,857,000 í 9 mótum, sem hann hafði þá tekið þátt í. Sigurinn var sá 47. á PGA TOUR ferli Tiger. Tiger vann mótið á 2. holu bráðabana við Jose Maria Olazabal og Nathan Green. Tiger fékk fugl á 72. holuna og komst í bráðabanann við Olazabal og Green. Olazabal missti 4 feta pútt á 2. holu bráðabanans (16. holunni) og titillinn var Tigers.

SJÁIÐ HÉRTiger Woods sigra á Buick Invitational árið 2006

2007

5. Sigur á Buick Invitational árið 2007 

Tiger Woods náði 5. metsigrinum á Buick Inv. árið 2007. Hann vann sér inn aðra metverðlaunafjárhæð $936,000 og bætti henni við verðlaunafé sitt upp á $4,793,000 í 10 Buick mótum sem hann hafði áður tekið þátt í. Tveggja högga sigur hans upp á samtals 15 undir pari, 273 högg var 55. sigur hans á PGA Tour. Þetta var í 5. sinn sem hann vann 1. mót í upphafi keppnistímabils á 11 ára ferli sínum. Meðaltals skor hans á þeim tíma á Buick Invitational var 68,46 og meðaltalsskor hans varð betra hring eftir hring  69.67, 68.22, 68.00 and 67.87. Woods náði forystumönnummótsins með 3-tré sínu af 276 yarda færi og skildi eftir 25 feta arnarpútt á 9. holu. Hann batt enda á von Howell sigur með 9. járninu sínu á 17. holu þegar hann setti boltann innan við meter frá holu og setti niður fyrir fugli.

SJÁIÐ HÉRTiger Woods sigra Buick Invitational árið 2007

2008-b

6. Sigur á Buick Invitational 2008

Tiger Woods náði 4. Buick Invitational titli sínum í röð og 6. sigri sínum á Buick mótinu allt í allt árið 2008. Tiger hlaut $936,000 í verðlaun fyrir 1. sætið og jók verðlaunafé sitt í mótinu í samtals $5,675,000 í 11 mótum á Torrey Pines og fór yfir $77 milljóna markið hvað snerti verðlaunafé á ferli sínum.  Í þessum 11 skiptum, sem hann tók þátt í mótinu varð hann 11 sinnum meðal efstu 10, þ.á.m. 10 sinnum meðal efstu 5 og 8 sinnum meðal 3 efstu. Þetta var í 6. sinn sem hann vann 1. mótið á keppnistímabilinu á 12 ára ferli sínum. Á þessum tíma  Tiger sigraði á samtals 19 undir pari, 269 höggum með mesta mun á næsta keppanda í sögu mótsins, þ.e. 8 höggum.  Hann bætti besta árangur sinn um 3 högg allt frá því Suðurvöllurinn var endurhannaður 2002.

2008-o

7. Sigur á Opna bandaríska 2008 

Tiger Woods náði að sigra á 14. risamóti sínu þegar hann vann Rocco Mediate í 19-holu umspili á  Torrey Pines. Woods og Mediate voru jafnir eftir hefðbundna hringi eftir að Tiger náði fugli á 18. holu. Þeir fóru því í 18 holu umspil á mánudeginum og voru enn jafnir að loknu 18 holu spilinu. Tiger var hrjáður af meiðslum í hné en tókst að vinna mótið á 19. holunni með pari. Hann kom fram í fjölmiðlum daginn eftir og sagðist mundu verða frá það sem eftir væri keppnistímabilsins til þess að gangast undir uppskurð á hnénu.  „Þetta er líklega besta mót sem ég hef spilað í,“ sagði Tiger eftir á.

Heimild: PGA Tour