Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2013 | 09:00

ALPG & LET: Volvik RACV Ladies Masters hefst á föstudaginn n.k.

Margar af helstu stjörnum í evrópska kvennagolfinu eru nú í Ástralíu, en þar hefst föstudaginn n.k. eitt lífseigasta mót í sögu ástralska kvennagolfsins:  Volvik RACV Ladies Masters.

Spilað er á RACV Royal Pines Resort, Ashmore, Queensland, Ástralíu.

Meðal þátttakenda eru m.a. Carly Booth, Carlota Ciganda og Laura Davies.

Í dag var völlurinn allur á floti vegna mikilla rigninga í Queensland að undanförnu og var allt spil á honum bannað; að undanskildu að keppendur mega æfa sig á púttflötum.

Þó er stefnt að því að spila Pro-Am hlutann á morgun.