Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 31. 2013 | 07:00

Ólafur Björn í 11. sæti eftir 2. hring á Citrus Open

Ólafur Björn Loftsson, NK, spilaði 2. hring á Citrus Open, á 1 undir pari, 71 höggi í gær á Rio Pinar golfvellinum í Orlando, Flórída.

Samtals er Ólafur Björn því búinn að spila á 4 undir pari, 140 höggum (69 71).

Mótið er hluti af Fore the Players Golf mótaröðinni. Þátttakendur eru 121 og er Ólafur Björn í 11. sæti,   fór upp um 2. sæti frá því á 1. hring.

Spilaðir verða 3 hringir og hlýtur sigurvegarinn sem samsvarar 1 milljón íslenskra króna í verðlaunafé.

Ólafur skrifar um gengið í mótinu á nýju facebook síðu sinni en komast má inn á síðuna með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna í mótinu SMELLIÐ HÉR: