Heimslistinn: Sterne kominn upp í 55. sætið
Eftir sigur sinn í gær á móti vikunnar á Evrópumótaröðinni, Joburg Open, er Richard Sterne kominn upp í 55. sæti heimslistans.
Þetta þýðir að Sterne hlýtur þátttökurétt í WGC-Accenture Match Play Championship þ.e. heimsmótinu í holukeppni, sem fram fer í næstu viku, en aðeins 64 efstu af heimslistanum hafa þátttökurétt og verður hann einn af 36 af Evrópumótaröðinni, sem þátt taka.
Það leit nú ekkert of vel út fyrir Sterne í byrjun árs, þá var hann nr. 165 á heimslistanum, en eftir að hafa náð 2. sætinu á eftir Stephen Gallacher á Omega Dubai Desert Classic mótinu fór hann upp í 94. sæti heimslistans og með sigrinum í gær í 55. sætið.
Sterne verður einn af 9 sem spila á heimsmótinu í holukeppni í fyrsta sinn. Hinir eru: Jamie Donaldson (nr. 30 á heimslistanum), Thorbjørn Olesen (nr. 40 á heimslistanum), David Lynn (nr. 51), Marcus Fraser (nr. 53), Stephen Gallacher (nr.57) Richie Ramsay (nr. 61),Marcel Siem (nr. 63) og Shane Lowry (nr. 65 – Phil Mickelson tekur ekki þátt og Lowry tekur sæti hans).
Á toppi heimslistans er helsta hreyfingin sú að Brandt Snedeker fer úr 6. sætinu sem hann var í, í 4. sætið eftir sigurinn á Pebble Beach.
Til þess að sjá heimslistann í heild SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024