Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2013 | 16:00

Evróputúrinn: Darren Fichardt sigraði á Africa Open

Heimamaðurinn Darren Fichardt sigraði nú í dag á Africa Open.  Hann spilaði á samtals 16 undir pari, 272 (69 67 65 71).

Fichardt er fæddur 13. maí 1975 í Pretoríu Suður-Afríku  og er því 37 ára. Þetta er var 18 sigur hans sem atvinnumanns og sá 4. á Evróputúrnum.

Í 2. sæti urður Grégory Bourdy frá Frakklandi og Jaco Van Zyl, sem var að reyna að krækja sér í fyrsta sigur sinn á Evróputúrnum.

Þeir voru 2 höggum á eftir Fichardt, þ..e á 14 undir pari, 274 höggum, hvor; Bourdy (70 67 67 70) og Van Zyl (67 68 69 73).

Í 4. sæti varð Garth Mulroy frá Suður-Afríku á 13 undir pari, 275 höggum.

Til þess að sjá úrslitin á Africa Open SMELLIÐ HÉR: