Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2013 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LET 2013: Vikki Laing (7. grein af 43)

Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l.

Það voru 7 stúlkur sem deildu 36. og síðasta sætinu og rétt mörðu að komast inn á LET, þeirra á meðal eru Cheyenne Woods, frænka Tiger, hin þýska Ann-Kathrin Lindner og enski unglingurinn Charley Hull, hin sænska Rebecca Sörensen, og Tanaporn Kongkiatkrai, sem kynnt var í gær.

Eins þurfti einn kylfingurinn ekki í gegnum Q-school, frægðarhallarkylfingurinn kanadíski Lorie Kane, sem segja má að sé sú 43. sem hlaut keppnisrétt eða kortið sitt á LET, en hún hefir einnig verið kynnt.

Hér í kvöld verður enn ein af þeim 7, sem varð í 36. sæti á lokaúrtökumóti Q-school LET kynnt:

Vikki Laing

Vikki Laing

Vikki Laing

Ríkisfang: skosk.

Fæðingardagur: 14. mars 1981.

Fæðingarstaður:  Edinborg í Skotlandi.

Áhugamál: Ræktin, lestur góðra bóka, íþróttir almennt og að borða góðan mat.

Gerðist atvinnumaður: 1. ágúst 2003.

Hápunktar á áhugamannsferli:  Fjórfaldur skoskur meistari unglinga (1996-1999). Þrefaldur meistari Wales í höggleik  (2001, 2002, 2003) Var í liði Breta&Íra í Curtis Cup árið  2002. Sigurvegari í  Pac-10 Championship  árið 2003 þ.e. einstaklingskeppninni meðan hún var enn í University of California-Berkeley.Varð í 2. sæti í einstaklingskeppninni í NCAA Regional Championship, árið 2003.

Menntun: Félagsfræðingur frá University of California-Berkeley, árið 2003.

Atvinnumennska: Spilaði á Duramed-Futures Tour 2006-2009.  Hefir verið á LET frá árinu 2009. Besti árangur er 2. sætið á Sanya Ladies Open í Yalong Bay Golf Club í Hainan, Kína.

Staðan í Lalla Aicha Tour School 2013: T-36 (Þess mætti geta að Vikki Laing er ekki „ný“ á LET – þurfti aftur í Q-school vegna þess að hún átti ekkert sérstakt 2012 keppnistímabil.)