Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2013 | 16:55

Nýju stúlkurnar á LET 2013: Babe Liu (8. grein af 43)

Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l.

Það voru 7 stúlkur sem deildu 36. og síðasta sætinu og rétt mörðu að komast inn á LET. Sex þeirra hafa verið kynntar þ.e.:  Cheyenne Woods, hin þýska Ann-Kathrin Lindner, enski unglingurinn Charley Hull, hin sænska Rebecca Sörensen, hin tælenska Tanaporn Kongkiatkrai, og hins skoska Vikki Laing sem kynnt var í gær.

Eins þurfti einn kylfingurinn ekki í gegnum Q-school, frægðarhallarkylfingurinn kanadíski Lorie Kane, sem segja má að sé sú 43. sem hlaut keppnisrétt eða kortið sitt á LET, en hún hefir einnig verið kynnt.

Hér í kvöld verður sú síðasta af þeim 7, sem urðu í 36. sæti á lokaúrtökumóti Q-school LET kynnt:

Babe LiuRíkisfang: Taipei

Fæðingardagur: 13. janúar 1993.

Fæðingarstaður: Taipei.

Gerðist atvinnumaður: 17. september 2012.

Hæð: 1,75 m.

Háralitur: Brúnn.

Augnlitur: Brúnn.

Gerðist atvinnumaður í golfi: 1. júlí 2005.

Sá þeir sem hafa haft mest áhrif á ferilinn: Hr. Brian Lee sem er aðalframkvæmdastjóri T.H.E. Club í Taiwan – hann hefir haft mest áhrif á feril minn. Hann hafði alltaf trú á mér og kenndi mér mikið um jákvæða hugsun. Þetta hefir orðið mér mikil hvatning til að halda áfram. Hann hefir einnig varið tíma og orku ekki aðeins í að koma með æfingaprógrömm handa mér heldur hefir einnig lagt sitt af mörkum við allan feril minn.

Áhugamál: Að hlusta á tónlist, lestur og að hjóla.

Menntun: á 2. ári í Taiwan Normal University, Taipei, Taiwan.

Hápunktar á ferlinum: 2012 Suncoast Ladies Series @ LPGA International Champion Course :Meistari (1. sigurinn sem áhugamaður á móti atvinnumanna.

Staðan í Lalla Aicha Tour School 2013: T-36.