Ólafur Björn Loftsson, NK. Foto gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2013 | 20:15

Ólafur Björn í 2. sæti á Oldfield Open!!!!!

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Ólafur Björn Loftsson, NK, léku í dag 2. hring á 2. móti eGolf Professional mótaraðarinnar í Suður-Karólínu, Oldfield Open.  Þátttakendur eru u.þ.b. 140 frá 15 þjóðlöndum.

Spilað er á golfvöllum tveggja klúbba: Oldfield Country Club og Callawassie Island Club og léku Birgir Leifur og Ólafur Björn golfvöll Callawassie Island Club í dag.

Ólafur Björn bætti 69 höggum við frábært skor sitt upp á 68 högg í gær og er því samtals búinn að spila á 7 undir pari, 137 höggum.  Ólafur Björn fékk 1 örn, 2 fugla, 14 pör og 1 skolla.  Hann er í 2. sæti nú þegar mótið er hálfnað!!!! Glæsilegt hjá Ólafi Birni!!!!

Birgir Leifur spilaði á 1 yfir pari í dag 73 höggum og er því samtals búinn á spila á 3 undir pari, 141 höggi (68 73).  Birgir Leifur fékk 3 fugla, 12 pör, 2 skolla og 1 skramba.  Birgir Leifur deilir 13. sætinu með 9 öðrum kylfingum.

Í 1. sæti er Brent Witcher á 11 undir pari, 133 höggum (66 67).

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Oldfield Open SMELLIÐ HÉR: