Golfútbúnaður: BenderStik
Mike Bender, er ekki aðeins þekktur golfkennari, nánar tiltekið nr. 4 á 2011-2012 lista Golf Digest yfir 50 bestu golfkennara Bandaríkjanna heldur er hann líka uppfinningamaður margra golfþjálfunartækja, en nýjasta tækið er the BenderStik en komast má inn á heimasíðu BenderStik með því að SMELLA HÉR:
Þetta er einfalt tæki – gulur, svampbolti á enda langs eftirgefanlegrar stangar sem festa má við jörðina og hefir ólíka virkni eftir því hvað verið er að leiðrétta í sveiflunni og veitir upplýsingar um hvað bæta verður úr.
T.d. hjálpar tækið við að draga úr of mikilli hreyfingu höfuðs, það eina sem þarf að gera er að tylla höfðinu við svampboltann og ef boltinn hreyfist of mikið þá er því valdið við of mikilli hreyfingu höfuðsins s.s. sést í meðfylgjandi myndskeiði hér að neðan.
Stöngina er hægt að staðsetja þannig að verið er að taka á 8 mismunandi þáttum golfsveiflunnar þ.á.m. fyrrgreinda of mikla hreyfingu höfuðsins, axlarsnúning, mið, niðursveiflu, og gegnum sveiflu.
„Það sem mér líkar best við það er að the BenderStik er ekki háð einhverri sérstakri kennslufræði,“ segir Bender sjálfur. „Hvaða þjálfari sem er eða hvaða kylfingur sem er, sem er að vinna í sveiflunni sinni, getur notað það. Það er hægt að brjóta tækið saman þannig að auðveldlega má flytja það með í golfpokanum.“
Hugmyndin er eiginlega afkvæmi MEGSA (Most Efficient Golf Swing Attainable) æfingatækjanna sem Bender hannaði, sem eru Nautilus-lík tæki, sem eru staðbundin, dýr og ekki hægt að ferðast með.
Þjálfari University of Northern Iowa, Burmel hefir fengið sér eitt BenderStik. „Hann hefir góða reynslu af því við þjálfun háskólanema,“ segir Bender. „Þeir eru alltaf að ferðast og hann sagði að það væri gott að vera með tæki sem auðvelt væri að pakka niður. Hann átti upprunalegu hugmyndina að tækinu og ég betrumbætti hana.“
The BenderStik og kennsluvídeó um hvernig eigi að nota það kosta $99.95 (u.þ.b. 12.000 íslenskra krónur) út úr búð í Bandaríkjunum.
Til þess að sjá myndskeið af Bender-stik SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024