Inbee Park
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2013 | 09:45

LPGA: Inbee Park sigraði á Honda LPGA Classic

Það var Inbee Park frá Suður-Kóreu sem sigraði á Honda LPGA Classic á Pattaya Old Course í Síam CC, í Chonburi, Thaílandi.

Inbee spilaði á samtals 12 undir pari, 276 höggum (71 67 67 71).

Í 2. sæti varð heimakonan Ariya Jutanugarn og nýliðinn á LET

Ariya sigraði m.a. glæsilega á  lokaúrtökumóti Q-school LET þ.e. Lalla Aicha Tour School 2013 í Marokkó (Golf 1 er að kynna „Nýju stúlkurnar á LET“ og verður Ariya, sigurvegarinn, kynntur í lokagreininni þ.e. þeirri 43. af 43 sem birtar verða).

Ariya spilaði í dag á samtals 11 undir pari, 277 höggum (69 66 70 72) á hring þar sem hún fór m.a. holu í höggi á 12. flöt Pattaya og fékk snjókerlingu á lokaholunni og missti þar með af fyrsta sigri sínum á LET!!!

Fjórir kylfingar deildu 3. sætinu á samtals 10 undir pari hver, þ.e.: sú sem átti titil að verja nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Yani Tseng, Se Yeon Ryu, Stacy Lewis og Beatriz Recari.

Önnur áhugaverð úrslit: Lexi Thompson varð T-12 á 6 undir pari og Lydia Ko varð T-14 á samtals 5 undir pari.

Til þess að sjá úrslitin í heild á Honda LPGA Classic 2013  SMELLIÐ HÉR: