Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2013 | 08:00

Serena Williams skömmuð fyrir að taka mynd af Tiger

Tennisdrottningin fræga, Serena Williams, kom sér í vandræði  þegar hún tók mynd af Tiger Woods á Honda Classic mótinu í gær.

Hún tók myndina eftir að Tiger sló teighögg sitt á 17. og var skömmuð af eftirlitinu.

Serena var meðal áhorfenda og fylgdist með hring Tiger í Palm Beach Gardens, en að taka mynd meðan á PGA móti stendur er harðbannað.

Sem betur fer er ekkert bann við að tvíta þannig að Serena sendi frá sér eftirfarandi tvít, sem dreift var á þá 3,5 milljónir manna, sem fylgja „followa“ henni.

Í tvítinu stóð:

„Ok at this Golf tournament. Just saw @tigerwoods I understand NO golf Apparently u can’t take pics. This security for mad and yelled at me,“ …..

sem útleggst eitthvað á þessa leið.  „Allt í lagi á þessu golfmóti. Var að sjá @tigerwoods og skil að í golfi megi maður, að því er virðist,  ekki taka myndir. Öryggisgæslan reið og öskraði á mig.“

Svo tvítaði Serena myndina, af Tiger sem hún tók:

Myndin af Tiger sem Serena tók

Myndin af Tiger sem Serena tók