Rosie Jones
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2011 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Rosie Jones – 13. nóvember 2011

Afmæliskylfingur dagsins er Rosie Jones, fyrirliði liðs Bandaríkjanna í Solheim Cup 2011. Rosie  fæddist 13. nóvember 1959 í Santa Ana í Kaliforníu og er þvi 48 ára í dag. Hún á að baki 13 sigra á LPGA og vann sér á ferli sínum inn næstum $8.4 millijóna í verðlaunafé. Á unglingsárum sínum (1974-1976) varð hún þrívegis unglingameistari í New Mexico og vann New Mexico State Championship árið 1979. Leið Rosie lá næst í Ohio State University þar sem hún spilaði með golfliði háskólans. Árið 1981 var hún AIAW All American.

Rosie komst strax í gegnum Q-school (varð í 7. sæti) árið 1982 og spilaði því alveg frá upphafi á LPGA mótaröðinni. Besti árangur Rosie á peningalista LPGA var að verða í 3. sæti, árið 1988, en hún var jöfn annarri í því afreki að eiga flesta sigrana það ár, þ.á.m. sigur á LPGA heimsmeistaramótinu, sem Rosie vann með 1 höggi á Liselotte Neumann, sem var sigurvegari Opna bandaríska kvennamótsins það ár.

Rosie var 7 sinnum í Solheim Cup liði Bandaríkjanna. Nokkuð sérstakt við Rosie er að henni tókst aldrei að vinna risamót, en hún varð 4 sinnum í 2. sæti þ.e. á Opna bandaríska kvennamótinu (US Open) árið 1984; á LPGA Championship árið 1991; á du Maurier Classic, 2000 og Kraft Nabisco Championship árið 2005.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Robert Jay Sigel, f. 13. nóvember 1943 (68 ára)

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is