Tiger gefur Rory ráð
Eftir að Rory McIlroy dró sig úr Honda Classic mótinu hefir Tiger Woods gefið Rory það ráð að íhuga vandlega hvað hann segir við fjölmiðla.
Rory lét frá sér fara fréttatilkynningu eftir að hann dró sig úr Honda Classic þar sem sagði að ástæða martraðar frammistöðu hans á fyrstu 8 holum 2. hringjar mótsins á PGA National hefðu verið eymsli í endajaxli.
Engu að síður talaði hann við fréttamenn þegar hann gekk af velli, sagði: „Ég er ekki á góðum stað andlega, ég get í raun ekki sagt mikið strákar. Ég er bara á slæmum stað andlega.“
Af hverju hann er ekki á góðum stað andlega hefir vakið vangaveltur meðal allra sem fylgjast með golfi um allan heim: Er það pirringurinn vegna þess að honum gengur illa að venjast Nike kylfunum sínum eða eru vandræði í sambandinu við Caroline Wozniacki?
En hann minntist ekki einu orði á tannpínu þegar hann gekk af velli, reyndar sást hann gúffa í sig risasamloku mínútum áður en hann strunsaði af velli og eins tvítaði hann mynd af sér í afmælisboði móður sinnar sem hann var í kvöldinu áður, þar sem hann var að hátíðarsnæðingi. Spurning þegar maður er með tannpínu er maður þá yfirleitt að borða nokkuð vegna þess að tönnin er svo sár?
Fyrir mótið var hann síðan með yfirlýsingar um að hann hygðist verja titil sinn og stíga í fótspor Jack Nicklaus sem er sá eini sem tekist hefir að sigra mótið 2 ár í röð – PGA National völlurinn henti einmitt leik hans ágætlega!!! Nokkuð skondið að rifja það upp núna.
Rory hefir varla borið barr sitt eftir að hann skipti yfir í Nike. Hann náði ekki niðurskurði í Abu Dhabi, datt úr í fyrstu umferð í WGC-Accenture heimsmótinu í holukeppni og rétt marði par á 1. hring Honda Classic og síðan dró hann sig úr mótinu andlega veiklaður og að sögn með tannpínu eftir á, en ekkert minnst á hana þegar hann gekk af velli.
Tiger var spurður eftir 2. hring hvort hann hefði talað við Rory um hvernig höndla ætti fjölmiðla.
Tiger var óspar á meiningu sína. Hann sagði: „Hann (Rory) verður bara að hugsa aðeins meira áður en hann segir eða gerir eitthvað.“
„Það getur farið úr böndunum, sérstaklega þegar maður er á félagssíðunum og byrjar að tvíta, þá geta allskonar ólíkir hlutir farið úrskeiðis.“
„Ég hef verið í þessu í langan tíma, en þetta er líka aðeins ólíkt tímaskeið. Það er jafnvel enn meiri hraði á öllu en þegar ég byrjaði.“
„Hlutirnir gerast samstundis um allan heim. Við vorum enn að nota faxvélar, hlutirnir voru svolítið hægari.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024