Harold Horsefall Hilton
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2011 | 21:00

Kylfingar 19. aldar: nr. 23 – Harold Horsefall Hilton

Harold Horsfall Hilton fæddist þann 12. janúar 1869 í West Kirby. Árið 1892 vann hann Opna breska í Muirfield og varð 2. áhugamaðurinn til þess að sigra mótið. Hann vann aftur árið 1897 á heimavelli, Royal Liverpool Golf Club í Hoylake. Aðrir áhugamenn sem sigrað hafa Opna breska eru John Ball og Bobby Jones.

Hilton vann líka The Amateur Championship 4 sinnum, þ.m.t. 1911 þegar hann var eini breski kylfingurinn til þess að sigra bresku og bandarísku áhugamannakeppnirnar (ens.: British and US Amateurs) sama árið. Hilton dró sig úr golfíþróttinni með 99-29 rekorð (77,3%) á Amateur Championship.

Harold Horsefall Hilton á Opna bandaríska áhugamannamótinu 1911

Árið 1912 átti hann stóran þátt í að hanna Ferndown golfklúbbinn í Dorset, sem nú hefir golfvöll, sem metinn hefir verið hæfur til að Opna breska fari þar fram og er einn af topp 100 golfvöllum í Bretlandi.

Hilton var líka golfskríbent.  Hann fékk inngöngu í frægðarhöll kylfingar árið 1978.

Harold Horsfall Hilton dó 5. mars 1942.

Sigrar Harold Horsefall Hilton í golfinu voru eftirfarandi:

▪ 1892 Opna breska

▪ 1893 St. George’s Challenge Cup

▪ 1894 St. George’s Challenge Cup

▪ 1897 Opna breska

▪ 1897 Irish Amateur

▪ 1900 The Amateur Championship

▪ 1900 Irish Amateur

▪ 1901 The Amateur Championship

▪ 1901 Irish Amateur

▪ 1902 Irish Amateur

▪ 1911 The Amateur Championship; US Amateur

▪ 1913 The Amateur Championship