Paranirnar í Forsetabikarnum – 6. viðureignin: Choi og Scott spila g. Tiger og Stricker!
Það fór kliður um fjölmiðlaherbergið þegar paranirnar fyrir 1. dag Forsetabikarsins, þar sem leikinn er fjómenningur voru tilkynntar. Þær eru eftirfarandi:
USA = lið Bandaríkjanna
INT = Alþjóðaliðið
1. viðureign: Ernie Els og Ryo Ishikawa (INT) – Bubba Watson og Webb Simpson (USA)
2. viðureign: Bill Haas og Nick Watney (USA) – Geoff Ogilvy og Charl Schwartzel (INT)
3. viðureign: Aaron Baddeley og Jason Day (INT) – Dustin Johnson og Matt Kuchar (USA)
4. viðureign: Phil Mickelson og Jim Furyk (USA) – Retief Goosen og Robert Allenby (INT)
5. viðureign: K.T. Kim og Y.E. Yang (INT) – Hunter Mahan og David Toms (USA)
6. viðureign: Tiger Woods og Steve Stricker (USA) – Adam Scott og K.J. Choi (INT)
Ljóst er því að Tiger Woods og fyrrum kylfusveinn hans, Steve Williams, sem nýlega komst í fréttirnar vegna kynþáttaníðs hans um Tiger í kaddýveislu munu mætast. En einnig mætir Tiger vini sínum til langs tíma KJ Choi og spilar með öðrum kylfingi, sem mikið hefir verið í fréttum að undanförnu, en fyrir utan að vera hæst metni kylfingur á heimslistanum, sem þátt tekur í mótinu (5. sæti) er hann umdeildur vegna þess að margir meina að Keegan Bradley hefði fremur átt skilið sæti í liðinu, þar sem Stricker hefir þjáðst af meiðslum í hálsvöðva.
En mestu athygli vekur þó að návígi Woods og Williams. Aðspurður um viðureign 6 notaði Jim Furyk orðið: „Áhugavert“ tvisvar.
Um viðureignina hafði Greg Norman, fyrirliði Alþjóðaliðsins eftirfarandi að segja: „Ég hef ekki talað við Steve Williams. Hans djobb er að bera poka Adam Scott og það skiptir engu máli hvort þeir spila gegn Tiger Woods eða ekki.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024