GR: Arnar Freyr, Kristján M Hjaltested og Anton Kristinn sigruðu á Opnunarmóti Grafarholts
Annað innanfélagsmót GR á þessu sumri var haldið á Grafarholtsvelli í gær og opnaði völlurinn með formlegum hætti með Opnunarmóti Grafarholts í samvinnu við DIDRIKSONS. Völlurinn kemur vel undan vetri og því spennandi tímar framundan. Góð þátttaka var í mótinu þrátt fyrir vindasamt veður í Grafarholtinu. Alls tóku 148 manns þátt.
Keppt var í tveimur forgjafarflokkum, flokki 0-8,4 og flokki 8,5 og hærra. Veitt voru verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hvorum flokki, besta skor og nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarins.
Í dag opnaði einnig Grafarkotsvöllurinn við Bása og æfingasvæðið á Grafarkoti. Grafarkotsvöllur var vígður 8. Júní 2006. Sala á sumarkortum er hafin og fer hún fram í Básum.
Úrslitin í mótinu voru eftirfarandi:
Besta skor: Arnar Freyr Jónsson 77 högg
Punktakeppni:
Flokkur 0-8,4:
1. Kristján M Hjaltested 35 punktar
2. Björn Víglundsson 34 punktar (betri á seinni 9)
3. Kristinn Friðriksson 34 punktar
Flokkur 8,5 og hærra
1. Anton Kristinn Þórarinsson 41 punktar
2. Einar Þór Steindórsson 36 punktar (betri á seinni 9)
3. Valgeir Egill Ómarsson 36 punktar
Nándarverðlaun:
2. braut: Jónas Kristjánsson, 1,54 m
6. braut: Valgeir Egill Ómarsson 0,89 m
11.braut: Jón Haukur Jensson 1,47 m
17. braut: Þorvaldur Hilmarsson 1,36 m
Heimild: grgolf.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024