Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2011 | 20:00

Kylfingar 19. aldar: nr. 24 Alexa Stirling Fraser

Alexa Stirling Fraser fæddist í Atlanta, Georgiu 5. september 1897 og rétt sleppur inn sem „kylfingur 19. aldar“ en þeir sem þar falla undir skv. skilgreiningu Golf 1 eru þeir sem fæddir eru á 19. öld. Í raun réttri var allur golfferill hennar á framanverðri 20. öld.

Alexa fékk golfþjálfun sína frá unga aldri í Atlanta Athletic Club þ.e. East Lake Golf Club, hjá Stewart Maiden, sem var golfkennari klúbbsins og hafði lært í Carnoustie í Skotlandi. Stirling var frábær í golfi þegar sem krakki og vann m.a. 3 US Women´s Amateur mót í röð. Fyrsta sigur sinn vann hún 1916. Þegar engin golfmót voru haldin 1917 og 1918 meðan Bandaríkin tóku þátt í 1. heimsstyrjöldinni varð Stirling ein af frægu „Dixie Kids“ sem var hópur ungra kylfinga frá Suðurríkjum Bandaríkjanna, sem ferðuðust um Bandaríkin og héldu golfsýningar til þess að safna fé fyrir Rauða Krossinn.

Þegar farið var að keppa aftur eftir stríð, sigraði hún aftur 1919 og 1920 næstu US Women´s Amateur titla sína. Hún varð líka í 2. sæti á eftir Marion Hollins, 1921, Edith Cummings 1923 og aftur í 2. sæti á eftir Glennu Collett, 1925, en á því móti sló hún met sem Dorothy Campbell átti áður í lágu skori í úrtökumótinu. Þó Stirling hafi ekki komist í úrslit 1927, þá sigraði hún þó hina frönsku Simone de la Chaume, sigurvegara British Ladies Amateur (og ættmóður Lacoste-veldisins).

Alexa Stirling t.v. óskar Edith Cummings t.h til hamingju með sigurinn á US Women´s Amateur 1923, en það fór fram í Westchester Country Club, Rye, N.Y.

Árið 1920 vann Alexa Stirling Canadian Women´s Amateur og eftir að hafa lent í 2. sæti 1921 og 1925 sigraði hún aftur i mótinu 1934. Alexa giftist kanadíska lækninum W.G. Fraser, 1925 og bjó í Ottawa, Ontario, þar sem hún varð heiðursfélagi Royal Ottawa Golf Club og var klúbbmeistari þar í 9 skiti. Hún var líka hæfileikaríkur fiðluleikari.

Alexa hafði áhuga á golfi allt sitt líf og kom m.a. til Bandaríkjanna 1976 til þess að horfa á US Open í Atlanta. Hún dó ári síðar á heimili sínu í Ottawa, nánar tiltekið 5. apríl 1977.

Eftir andlát Alexu hlaut hún inngöngu í íþróttafrægðarhöll Georgíu ríkis (Georgia Sports Hall of Fame) árið 1978; jafnframt hlaut hún inngöngu í frægðarhöll Kanada (Canadian Golf Hall of Fame) 1986  og 1986 inngöngu í frægðarhöll Georgíu (Georgia Golf Hall of Fame). Leikkonan Stephanie Sparks fór með hlutverk Alexu Stirling Fraser í kvikmyndinni Bobby Jones: A Stroke of Genius, frá árinu 2004.

Heimild: Wikipedia