Ragnar Már Garðarsson, GKG, Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki – 15. júní 2013 á Leirdalsvelli
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2013 | 19:30

Íslandsbankamótaröðin (3): Ragnar Már Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki

Í dag fóru fram 4 manna úrslitaleikir í flokki 17-18 ára pilta á 3. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, þ.e. Íslandsmótinu í holukeppni.

Leikið var á Leirdalsvelli hjá GKG í Kópavoginum.

Leikirnir í 4 manna úrslitunum í piltaflokki fóru á eftirfarandi máta:

Ragnari Má Garðarssyni, GKG g. Kristni Reyr Sigurðssyni, GR 2&1

Aron Snær Júlíusson, GKG g. Agli Ragnari Gunnarssyni, GKG 6 &5

Sigurvegarar á Íslandsmótinu í holukeppni í piltaflokki. F.v. Aron Snær Júlíusson, GKG, 2. sæti; Ragnar Már Garðarsson, GKG Íslandsmeistari og Kristinn Reyr Sigurðsson, GR, 3. sæti; fulltrúi frá Íslandsbanka. Mynd: Golf 1

Sigurvegarar á Íslandsmótinu í holukeppni í piltaflokki. F.v. Aron Snær Júlíusson, GKG, 2. sæti; Ragnar Már Garðarsson, GKG Íslandsmeistari og Kristinn Reyr Sigurðsson, GR, 3. sæti; fulltrúi frá Íslandsbanka. Mynd: Golf 1

Leikurinn um 3. sætið fór því fram milli Kristins Reyr og Egils Ragnars og vann Kristinn Reyr  2&0.

Úrslitaleikurinn um Íslandsmeistaratitilinn fór síðan fram milli Ragnar Más og Arons Snæs og var það Ragnar Már sem stóð uppi sem Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki, 1&0

Lokapúttið hjá Íslandsmeistaranum Ragnari Má á 18. flöt. Mynd: Golf 1

Lokapúttið hjá Íslandsmeistaranum Ragnari Má á 18. flöt. Mynd: Golf 1

Ragnar Már var svo sannarlega vel að sigrinum kominn.

Ragnar Már Garðarsson, GKG, Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki 2013. Mynd: Golf 1

Ragnar Már Garðarsson, GKG, Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki 2013. Mynd: Golf 1