Gísli Sveinbergsson, GK, Icelandic Champion in Match Play in the category of boys 15-16 claimed 2nd place in Vierumäki, Finland after sudden death
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2013 | 17:00

Íslandsbankamótaröðin (3): Gísli Sveinbergs Íslandsmeistari í holukeppni í drengjaflokki

Í dag fóru fram 4 manna úrslitaleikir í flokki 15-16 ára drengja á 3. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, þ.e. Íslandsmótinu í holukeppni.

Leikið var á Leirdalsvelli hjá GKG í Kópavoginum.

Leikirnir í 4 manna úrslitunum í drengjaflokki fóru á eftirfarandi máta:

Gísli Sveinbergsson, GK g. Birgi Birni Magnússyni, GK 1&0

Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG g. Vikari Jónassyni, GK 6&4

Leikurinn um 3. sætið fór því fram milli Birgis Björns og Vikars Jónassonar og vann Birgir Björn  6&5.

Birgir Björn vann sannfærandi sigur í leiknum um 3. sætið 6&5. Mynd: Golf 1

Birgir Björn vann sannfærandi sigur í leiknum um 3. sætið 6&5. Mynd: Golf 1

Úrslitaleikurinn um Íslandsmeistaratitilinn fór síðan fram milli Gísla og Óðins Þórs og var það Gísli sem stóð uppi sem Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki, 4&3.

Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG, 2. sæti; Gísli Sveinbergsson, GK Íslandsmeistari og Birgir Björn Magnússon, GK, 3. sæti. Mynd: Golf 1

Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG, 2. sæti; Gísli Sveinbergsson, GK Íslandsmeistari og Birgir Björn Magnússon, GK, 3. sæti. Mynd: Golf 1