Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 26. 2013 | 19:00

6 kylfingar fá styrki úr Forskoti

Í dag var tilkynnt um þá kylfinga sem styrktir eru á þessu ári af Forskoti, Afrekssjóði kylfinga. Stofnendur sjóðsins eru Eimskip, Valitor, Golfsamband Íslands, Íslandsbanki og Icelandair Group.

F.v.: Birna, Þórður Rafn Gissurarson, GR; Ólafur Björn Loftsson, NK; Axel Bóasson, GK; Birgir Leifur Hafþórsson og Hörður

F.v.: Bjögólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group; Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka;  Þórður Rafn Gissurarson, GR; Ólafur Björn Loftsson, NK; Axel Bóasson, GK; Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor og Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GSÍ. Mynd: Golf 1

Þessi fyrirtæki hafa stutt markvisst við golfíþróttina á liðnum árum, en sameinast nú í gegnum Forskot. Sjóðurinn hefur það að markmiði að styðja við þá kylfinga, atvinnumenn sem og áhugamenn, sem stefna á að komast í fremstu röð í heiminum í golfíþróttinni.

Markmiðið er að búa til reynslu og þekkingarbrunn sem skili sér til kylfinga framtíðarinnar og ungir kylfingar geti litið til í sínum framtíðaráætlunum.

Golf verður aftur keppnisgrein á Ólympíuleikunum árið 2016 eftir rúmlega 100 ára hlé. Sjóðurinn styður íslenska kylfinga til að þeir geti náð því markmiði að komast á Ólympíuleikanna en til þess verða þeir fyrst að ná árangri á Evrópsku mótaröðinni eða PGA mótaröðinni.

Sjóðurinn mun beina sjónum sínum að tveimur til fimm kylfingum á hverjum tíma og leitast við að gera þeim auðveldara fyrir að æfa og keppa við bestu skilyrði í samræmi við það sem gerist á alþjóðlegum vettvangi.

Stofnaðilar sjóðsins leggja mikla áherslu á mikilvægi þess að sterkar fyrirmyndir og það að eiga afreksmenn í íþróttum eru eina mikilvægustu þættirnir í því að fá börn og unglinga til að sinna íþróttum. Því er litið á sjóðinn sem mikilvægt skref til að efla íþróttir barna og unglinga og hvetja þá til dáða.

Einn fulltrúi frá hverjum stofnaðila er í stjórn sjóðsins og auk þess hefur stjórn sér til ráðgjafar fagteymi sem gerir tillögur um úthlutanir úr sjóðnum. Í fagteyminu sitja eftirtaldir aðilar Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari, Theódór Kristjánsson, formaður landsliðsnefndar GSÍ, Brynjar Geirsson, aðstoðar landsliðsþjálfari, Sigurpáll Geir Sveinsson, formaður PGA og Gauti Grétarsson, sjúkraþjálfari.

Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að styðja eftirtalda kylfinga á árinu  2013 og nemur heildarstyrkurinn um 15 milljónum króna í ár.

Atvinnumenn:

Birgir Leifur Hafþórsson stóð sig vel 2. daginn á 2. stigi úrtökumóts PGA. Mynd: gsimyndir.net

Birgir Leifur Hafþórsson GKG

Ólafur Björn Loftsson, NK. Mynd: Í einkaeigu

Ólafur Björn Loftsson NK

26

Þórður Rafn Gissurarson GR

Stuðningur við einstök verkefni áhugamanna:

Axel Bóasson, GK og Mississippi State - Íslandsmeistari í höggleik 2011. Mynd: Golf 1.

Axel Bóasson GK

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, Íslandsmeistari í holukeppni 2013. Mynd:: gsimyndir.net

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR

Aðrir styrkir: 

Einar Haukur Óskarsson, GK. Mynd: Golf 1

Einar Haukur Óskarsson GK Nordea túrinn

Stífar kröfur eru gerðar til þessara íþróttamanna um ráðstöfun þessara styrkja og ber þeim að leggja fram æfinga- og keppnisáætlanir auk fjárhagsáætlunar fyrir verkefni sín auk þess sem gerðir eru sérstakir samningar við hvern kylfing um að þeir virði reglur Íþrótta- og Ólympíuhreyfingarinnar