Garth Mulroy sigraði á Alfred Dunhill mótinu í Suður-Afríku
Í Leopard Creek CC, Malelane, Suður-Afríku fór nú um helgina fram mót, sem er samstarfsverkefni Evrópumótaraðarinnar og Sólskinstúrsins: Alfred Dunhill Championship. (Til þess að sjá grein greinarhöfundar um Leopard Creek,þar sem Alfred Dunhill mótið fór fram um helgina smellið HÉR: )
Fyrir lokahringinn, s.l. laugardag átti hinn 33 ára Garth Mulroy frá Suður-Afríku 2 högg á Jbe Kruger, en fékk skolla á 2. holu á lokahringnum, þannig að Jbe náði að jafna, en Jbe missti síðan aftur niður tækifærið til að komast í forystu með skramba, 6 höggum á par-4, 9. brautinni, þegar hann sló boltann í vatn.
Garth Mulroy fékk síðan 4 fugla á 6.-13. holu og virtist hafa tryggt sér sigur, sem aftur varð tvísýnt um hann þegar hann missti högg á 14. braut og Skotinn George Murray átti frábært högg á löngu 15. brautinni og fékk örn.
En síðan paraði Murray afgang hringsins og náði besta árangri sínum á ferlinum 2. sæti í mótinu; en Garth Mulroy fékk fugl á 15. og 16. brautum þann síðarnefnda með 20 metra pútti niður í móti og lauk hringnum með skor upp á 68 högg þ.e. samtals -19 undir pari; samtals 269 höggum (69 68 64 68).
„Ég reyndi bara að spila skynsamlega og slá á réttu staðina,” sagði Mulroy, sem heftir tvo sigra á Sólskinstúrnum í beltinu og á nú möguleika á að verða í efsta sæti á Order of Merit í South African Open í næstu viku.
„Ég vissi það um miðbik lokahringsins að ég ætti möguleika á að sigra,” bætti Mulroy við og vísaði þar með til monster pútts síns á 16. braut.
Sigurlaunin fyrir 1. sætið upp á €158,500 opna dyr Garth Mulroy fyrir Evróputúrnum aðeins mánuði eftir að hann tryggði sér kortið sitt á PGA mótaröðinni bandarísku árið 2012 í gegnum Nationwide Tour.
George Murray hins vegar náði besta árangri sínum 7 vikum eftir að hann varð í 3. sæti á Alfred Dunhill Links Championship á St. Andrews, þar sem náði m.a. betra skori en nr. 1 í heiminum, Luke Donald, á lokahringnum.
Skorið á lokahringnum -5 undir pari, 67 högg tryggði honum 2. sætið, með samtals skor upp á -17 undir pari, samtals 271 högg (66 69 69 67). Skotinn George Murray átti því 4 högg á þá sem deildu 3. sæti: Peter Whiteford, landa sinn; George Coetzee og Jaco van Zyl frá Suður-Afríku og Felipe Aguilar, frá Chile, sem allir voru á -13 undir pari, samtals 275 höggum.
Murray var í 183. sæti í The Race to Dubai í október og var í mikilli hættu að verða að fara í 6. skiptið í Q-school.
Nú er þessi 28 ára meistari áhugamanna í Skotlandi 2004, innan topp 80 með verðlaunafé upp á meira en €380,000 á þessu keppnistímabili.
Sigur Garth Mulroy í mótinu var 100. sigur Suður-Afríkana á Evrópumótaröðinni og sagði að sigurinn fengi honum nokkur spennandi tækifæri.
„Ég á mörg tækifæri núna og það er frábært að fá þetta val. Ég vil vera efstur á lista þeirra bestu á Sólskinstúrnum (ens. the Sunshine Tour Order of Merit). Ég á forskot núna en ég slappa ekki af fyrr en vikan er liðin.”
Til þess að sjá úrslit á Alfred Dunhill í Suður-Afríku smellið HÉR:
Heimild: europeantour.com
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024