Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2011 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ralph Guldahl – 22. nóvember 2011

Ralph J. Guldahl f. 22. nóvember 1911 í Dallas Texas –d.  11. júní 1987, Sherman Oaks, Kaliforníu) var bandarískur kylfingur, sem var einn af 10 topp kylfingum 3 ár í röð á seinni hluta 4. áratugar síðustu aldar. Hann útskrifaðist 1930 úr Woodrow Wilson High School og byrjaði að spila sem atvinnumaður í golfi í kringum 1931.

Ralph Guldahl

Árið 1933, þá 21 árs var hann T-1 ásamt Johnny Goodman á Opna bandaríska. Par hefði nægt honum til þess að knýja fram umspil en hann fékk skolla og lenti í 2. sæti. Sigrar Guldahl á risamótum urðu alls 3: Hann vann Opna bandaríska 1937 og 1938 og varð í 2. sæti á Masters sömu ár, en tókst loks að sigra mót allra risamóta 1939.  Eins var Guldahl í Ryder Cup liði Bandaríkjanna 1937. Ralph Guldahl fékk inngöngu í frægðarhöll kylfinga 1981.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.:  Hafsteinn Hafsteinsson, GHG, 22. nóvember 1965  og Arnar Laufdal Ólafsson, f. 22. nóvember 1969.

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is