Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2011 | 20:00

USGA minnist þess að 100 ár eru liðin frá því að forgjafarkerfið var tekið upp – 3. grein af 4.

Í dag og á morgun birtist seinni hluti geysilangrar greinar aðalblaðafulltrúa USGA (United States Golf Association þ.e. bandaríska golfsambandsins) Hunki Yun í tilefni af 100 ára afmæli forgjafarkerfisins; en fyrstu tveir hlutarnir birtust hér á Golf 1, fyrir rúmri viku síðan þ.e. 10. og 11. nóvember. Í dag birtist 3. hlutinn og 4. og síðasti birtist á morgun á sama tíma hér á Golf 1. Þriðji hluti greinarinnar er eftirfarandi, í lauslegri íslenskri þýðingu:

„Í dögun 20. aldar varð hraður vöxtur golfíþróttarinnar beggja vegna Atlantsála til þess að ekki var hægt að notast við þágildandi forgjafar aðferðir, þar sem ekkert miðlægt stjórnvald bauð um á stöðlun fyrir alla kylfinga.

Stærsta uppspretta ójafnræðisins var vöntun á einsleitu ferli til að ákvarða par, skolla og scratch skor.

Bréf til ritstjóra bresks dagblaðs 1898 sýnir vel pirring félagsbundins klúbbkylfings: „Í fjarveru löggjafar sem hægt er að framfylgja um viðkomandi efni hafa flestir golfklúbbar útbúið skollareglur sjálfir. Útkoman er sú að það er vonlaus ruglingur og svo virðis að tilraun hafi verið gerð til að leggja niður línurnar sem skollalögin ættu að byggjast á.”

Til frekari upplýsinga

Til að nálgast frekari upplýsingar um forgjöf, golfreglur og aðra starfsemi bandaríska golfsambandsins smellið HÉR:

Á Bretlandi og Írlandi gerðu ýmiskonar stjórnvöld tilraunir til að gera forgjöfina einsleita og útbreidda, en tilraunir þeirra náðu ekki til allra golfvalla né kylfinga. Það hvort viðkomandi var aðili að viðurkennduu forgjafarkerfi byggðist oft á heimilisfangi og kyni viðkomandi.

Með samvinnu sína við nokkra golfvelli og kylfinga, sem þar spiluðu náði  the Ladies Golf Union (LGU) snemma árangri í því að staðla forgjafir, en það var mestu að þakka Issette Pearson. Árið 1890 úthlutaði hún golfvallarmati til valli í stað þess að láta þá ákvarða sína eigin stöðun. „Það er enginn vafi á að það var á brattann að sækja í byrjun,” skrifaði Robert Browning í Sögu golfsins „en innan 8-10 ára hafði LGU gerft það sem karlmönnum hafði mistekist að gera — að koma á fót forgjafarkefi sem var hægt að byggja á frá klúbbi til klúbbs.”

Þegar leikurinn barst yfir hafið til Bandaríkjanna þá fylgdu forgjafarreglurnar með; bæði þær góðu og slæmu. En ólíkt því hvernig golf þróaðist í Bretlandi og á Írlandi þá var eitt miðlægt golfstjórnvald í Bandaríkjunum. Og eftir 1 ár rannsókna og tilrauna tók USGA í notkun fyrsta samræmda forgjafarkerfið á ríkisvísu á fundi, sem haldinn var 11. október 1911 í Baltusrol golfklúbbnum í Springfield New Jersey.

Leighton Calkins, meðlimur framkvæmdanefndar USGA og frumkvöðull í forgjafarsmíð í Bandaríkjunum á mestar þakkir skildar fyrir að þróa forgjafarkerfi USGA. Í mars 1905 kynnti Calkins aðferðarfræði sína, sem var aðlöguð breska kerfinu, sem tók meðaltal af 3 bestu skorunum í verki sem nefndist Kerfi fyrir klúbbaforgjöf.

Áður en hann kynnti USGA fyrir kerfi sínu reyndi Calkins hugmyndir sínar, fyrst í Plainfield Country Club í Edison, N.J. og síðar í víðara samhengi í samvinnu við  Metropolitan Golf Association og golfsamband New Jersey State. Calkins var formaður forgjafarnefndar í báðum samböndum.

Með því að nota 3 bestu skor keppnistímabilsins til að ákvarða forgjöf, þá gerði USGA það ljóst að forgjafarkerfi þess myndi mæla getu en ekki hæfileika til að spila. Þar sem betri kylfingar eru miklu stöðugri og hafa minna bil milli skors en háforgjafarkylfingar, eiga þeir mun meiri líkur á að endurtaka bestu hringi sína.

Eða s.s. Calkins ritaði: „Aðaleinkenni þessa kerfis er að það að ekki aðeins er góðum kylfingi veitt forgjöf  vegna þess að hann er góður kylfingur heldur fær slæmur kylfingur fogjöf vegna þess að hann er slæmur kylfingur.

„Ástæða þess er eftirfarandi: Markmið forgjafar er að allir kylfingar spili á sama stigi og ef sá sem hefir minni hæfileika fær ákveðin höggafjölda í forgjöf, þá ætti að veita þeim sem betri eru umbun líka vegna þess að þeir geta ekki bætt sig eins mikið.“

Það virðist sem Calkins hafi verið að veita svar við göllunum, sem betir kylfingar urðu að þola á þessum tíma. „Það er vel sannað að í mótum, þar sem forgjöf er notuð,“ skrifaði hann, „að scratch kylfingar og lágforgjafarkylfingar hafa undir venjulegum aðferðum forgjafar minni sjens á að sigra en kylfingar með háa forgjöf.“

Calkins kynnti mörg framsýn konsept sem hafa lifað til dagsins í dag. Hann var ákveðinn í að hver golfklúbbur yrði „að hafa starfandi forgjafarnefnd sem væri viljug til að vinna.“ Calkins kynnti líka konsept par mats, sem seinna var betur þekkt undir nafninu golfvallarmat USGA, en það er grunnurinn sem reiknar forgjöf kylfinga. Þegar það var kynnt til sögunnar 1912 byggðist par matið ekki á fræðilegum standard heldur hæfileika viðkomandi kylfings.

Nú eins og þá notar USGA forgjafarferil kylfingsins til þess að ákvarða þátttökurétt hans í meistaramótum. Þegar forgjafarkerfið var fyrst kynnt náði það til 324 klúbba, til þess að ákvarða hverjir ættu þátttökurétt á US Amateur, en hámarksforgjöf þátttöku var 6. (Núverandi hámarksforgjöf er 2,4).

Í fyrstu leyfði USGA að ákvarða eiginn pör sín eða vera með eigið vallarmat, sem var ákvörðun sem Calkins mótmælti kröftuglega og nefndi að forgjafarkerfið yrði þá ónothæft eða yrði „farsi“.  USGA breytti aðferðarfræð sinni fljótt og golfsamböndin fóru að gefa út opinbert mat, og stofnuðu kerfið sem er enn við lýði í dag. Án nákvæms USGA vallarmats, væri ómögulegt að ákveða nákvæma forgjöf.

Meira en áratug síðar, 1924 stofnuðu bresku og írsku golfsamböndin sameiginlega nefnd bresku golfsambandanna, sem þróaði einsleitt, ákveðið kerfi forgjafar og vallarmats í Bretlandi og á Írlandi. Seinna fékk nefndin nafnið „the Council of National Golf Unions“ og nefndin tók að sér að úthluta forgjöf til kylfinga og Standard Scratch skor golfvalla.

Umbætur á kerfinu

Þegar golfsamböndin voru að hrinda úr vör vallarmatskerfum sínum, þá fíneriseraði USGA útreikning forgjafar og vallarmats, sem er hryggstykki forgjafarkerfis USGA. Á fyrstu áratugum forgjafarkerfis USGA komu umbótatillögurnar frá svæðisbundnum golfsamböndum, sem voru í nánu starfssambandi við golfvellina og kylfingana.

Golfsamband Massachusetts, t.d., stakk upp á því að nota ætti tíundarbrot til þess að gera golfvallarmatið nákvæmara. Á sama hátt tók svæðisgolfsamband Chicago upp tíundarhlutamatsaðferð.

Allar þessar tillögur stranda á milli voru byggðar inn í vallarmatskerfið, sem er við lýði í dag. Árum saman, meðan mat á einstökum holum var innan við tíund úr höggi, þá var heildarmat vallarins gefið upp í heilum tölum. Árið 1967 hóf USGA að gefa upp vallarmat í tíundum, eins og enn er við lýði í dag.

Það hafa verið gerðar breytingar á öðrum þáttum forgjafarkerfisins. Árið 1947, fjölgaði USGA fjölda skora til að ákvarða forgjöf frá síðustu 3 skorum til 10 bestu skora ár hvert og var lágmarkið 50 skor til þess að hljóta forgjöf. Þessari breytingu var vel tekið af meðalkylfingum, sem nú áttu betri sjéns að spila á forgjöf.

Því miður var þessi fjölgun ruglandi, þar sem svæðisbundnu golfsamböndin voru ekki sammála um fjölda hringja sem reikna ætti 10 bestu skorin frá til að ákvarða forgjöf. Um miðbik síðustu aldar vildi Tom McMahon í svæðisbundna golfsambandi Chicago reikna forgjöfina af 10 af síustu 15 skorum. Richard Tufts, sem síðar varð forseti USGA, vildi 10 bestu af 50 skorum.

Um tíma veitti USGA blessun sína á að báðir útreikningarnir væru í gildi, auk þriðju aðferðarinnar fyrir konur, sem olli enn meiri ruglingi. Að lokum batt USGA endi á ruglinginn árið 1958 með málamiðlun þannig að forgjöf var reiknuð út frá 10 bestu af síðustu 25 skorum. Árið 1967 breytti USGA þessu í 10 bestu af síðustu 20 skorum, reikningsformúla sem enn er við lýði í dag.

Það var enn annað sem olli flækjum gegnum árin, m.a. að úthlutun forgjafar sem var mismunandi eftir hvort kylfingar voru að keppa í höggleik eða holukeppni. Meðan að kylfingar gátu alltaf talið höggin í höggleik, þá gátu þeir ekki fengið metið nema 2/3 af 85% af forgjöf sinni allt eftir því hvort þeir spiluð tvímenning eða fjórbolta. Standardinn var í stöðugri þróun á þessum árum og það hafði líka áhrif á forgjöfina.

Þegar kom að því að aðlaga forgjafartölur þá fann USGA til aðrar breytur sem eru enn í núverandi kerfi. Ein þeirra er hin lítt þekkta  „Bonus for Excellence“ margfeldi sem ákveður lokaforgjöfina með því að taka 96% af virkilegri forgjöf. Þessi prósenta verðlauna betri kylfinga með þvi að gefa þeim smá forskot yfir háforgjafarkylfinga í leikjum. (Þegar reglan var fyrst sett var bónusinn 85%, en þetta var síðar talið of mikil hagsbót fyrir lágforgjafarkylfinga.)

Annað var nokkuð sem á ensku nefnist Equitable Stroke Control, sem ákvarðar hámarksfjölda högga sem kylfingur má nota á holu, í samræmi við vallarforgjöf. Í mörg ár var USGA á móti höggeftirliti; árið 1966 var aðalframkvæmdastjóri USGA, Joe Dey sem útskýrði afstöðu USGA. Hann hélt því m.a. fram að eftirlit högg bryti í bága við golfreglurnar og mismunaði háforgjafarkylfingum og þeim sem voru með gervilega lækkaðar forgjafir.

Að lokum vann stærðfræðin.  Equitable Stroke Control var komið á laggirnar árið 1974 og hefir verið í gildi síðan… ásamt breytingum sem gerðar hafa verið á kerfinu 1991 og 1998, sem aðlagaði fjölda högga miðað við golfvallarforgjöf hans eða hennar.“

Heimild: USGA