Golfvellir á Spáni: El Valle í Murcia
Hér er komið að kynningu á El Valle, sem er einn golfvallanna 4, þar sem 2. stig úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina fer fram dagana 2.-5. desember n.k. Birgir Leifur Hafsteinsson, GKG, mun keppa á Costa Ballena golfvellinum, sem var kynntur fyrr í vikunni. Á morgun verður svo kynning og myndasería frá 4. og síðasta vellinum sem keppt er á; Las Colinas í Alicante.
El Valle er miðlungs lengdar golfvöllur, par-71 hannaður af Jack Nicklaus og staðsettur í eyðimörk í Murcia á Spáni.
Nánar tiltekið er völlurinn milli Banos og Mendigo, nærri Murcia-San Javier hraðbrautinni. Hægt er að komast í miðbæ Murcia á aðeins 10 mínútum og á yndislegar strendur Mar Menor og Costa Calida. La Manga golfklúbburinn (en á einum golfvalla þess klúbbs fer úrtökumót 2. stigs fyrir Evrópumótaröðina einnig fram) er í mestu nálægð. Alicante flugvöllurinn er í 40 mínútna fjarlægð og San Javier flugvöllurinn í aðeins 15 mínútna keyrslu frá vellinum.
El Valle er golfvöllur sem hentar nákvæmum kylfingum, það reynir öðru fremur á að staðsetja sig rétt en minna vægi er á kraftagolf og högglengd. Eitt af einkennum vallarins eru sandglompurnar, en við hönnun vallarins var eyðimerkurstaðsetning vallarins nýtt til hins ýtrasta og er mikið er um sandglompur á vellinum. Allar náttúrlega hindranir eru jafnframt nýttar eins og klettanibbur sem standa upp úr og kaktusar og allskyns eyðimerkurgróður. Mörgum flatanna svipar til kóróna, þ.e. þær skaga upp úr upphækkaðar og grænar umvafðar sandglompum. Það reynir því öðru fremur á stutta spilið og hugmyndauðgi í höggum er verðlaunuð. Jafnframt eru tvö vötn á vellinum, sem koma nokkuð við sögu.
Til þess að komast á heimasíðu El Valle, smellið hér: EL VALLE – MURCIA- SPÁNI
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024