Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 24. 2011 | 16:00

Sólskinstúrinn: Jbe Kruger og Steven O´Hara leiða á South African Open eftir 1. dag

Jbe Kruger er í forystu eftir 1. dag South African Open ásamt  Steven O’Hara, eftir að hafa fengið 7 fugla á skollafríum hring upp á 65 högg.  Steven hins vegar fékk örn á 8. brautinni og skolla á 4. braut Serengeti Golf and Wildlife Estate, sem er í útjarðri Jóhannesarborgar.  Völlur golfstaðarins gengur undir nafninu Massai Mara og er hannaður af Jack Nicklaus; völlurinn er par-72 og opnaði 2009, en einkennishola vallarins er par-5 8. holan sem er með flöt úti á eyju.

8. flöt Massai Mara

„Þetta er SA Open, sem var stærsta mótið þegar ég var að vaxa úr grasi. Þetta snýst bara um að taka eitt högg í einu, það er aðalatriðið,“ sagði Jbe Kruger, kátur með að vera í forystu.

Hinn 25 ára Jbe Kruger fékk pör þar til á 7. þegar hann setti niður lokafugl hrings síns á þessu móti þar sem verðlaunaféð er € 1 milljón.

„Ef maður nær að slá í pinnahæð þá ætti að vera í lagi. Lendi boltinn hins vegar meter til hægri en vinstri við flaggið brotnar það 25 cm, þannig að maður verður að vera réttum meginn á flötinni,“ sagði Jbe um Jack Nicklaus völlinn sem spilað er á.

Steven O´Hara

O´Hara sagðist ánægður með hringinn og sagði að hann yrði að ná góðu skori þessa vikuna.

„Ég var að slá mikið af frábærum höggum. Ég sló innan 3 metra á frá flaggi á hverri holu og mér leið eins og ég hefði átt að setja niður fleiri fulga. Þetta snýst allt um nákvæmi 2. höggsins,“ sagði hann.

Suður-Afríkubúarnir Retief Goosen, Merrick Bremner, David Hewan og Tyrone Mordt deila 3. sætinu 1 höggi á eftir Jbe og Steven.

„Ég var stressaður fyrir daginn, en spilaði ágætlega. Ég er mjög ánægður með þá stöðu sem ég er í,“ sagði Mordt, sem náði að setja niður 4 fugla í röð frá 5.-8. í lengsta fuglasöng dagsins.

„Mér fannst járnaleikurinn minn ganga upp. Og hann verður að vera í lagi hér: til þess að ná fuglum verður að vera góður með járnin og slá inn á réttu staðina á flötunum,“ sagði hann.

Á síðasta ári var lokakeppnin milli Ernie Els og Goosen, en Goosen saxaði á forskot Ernie undir lokin (fékk 4 fugla) þannig að Ernie vann bara með 1 höggs mun í Durban Country Club og sigraði þar með í 5. sinn mótið.

Mótið sjálft á 101 ára afmæli á árinu og er elsta mót golfíþróttarinnar á eftir Opna breska.

Charl Schwartzel og Louis Oosthuizen taka ekki þátt í mótinu þar sem þeir eru á Omega Mission Hills Heimsbikarsmótinu í Kína.

Til þess að sjá stöðuna á South Africa Open eftir 1. dag smellið HÉR: