Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2011 | 15:30

Sólskinstúrinn: Jaco Ahlers leiðir þegar Platinum Classic er hálfnað

Það var Suður-Afríkumaðurinn Jaco Ahlers, sem tók forystuna á Platinum Classic mótinu, kom inn á 64 höggum í dag og er því samtals búinn að spila á 129 höggum (65 64) þ.e. -15 undir pari.

Í 2. sæti eru forystumennirnir frá því í gær Justin Harding og Merrick Bremner, báðir höggi á eftir Ahlers og undarlegt nokk, báðir búinir að spila á sama skori báða dagana (64 66).

Fjórða sætinu deila 4 kylfingar: Hennie Otto, Dean O´Riley, Warren Abery og Vaughn Groenewald, allir á -12 undir pari hver, þ.e. 3 höggum á eftir Ahlers.

Til þess að sjá stöðuna í MooiNooi þegar Platinum Classic er hálfnað smellið HÉR: