Spieth spilar í 1. heimsmóti sínu
Nr. 20 á heimslistanum, bandaríski kylfingurinn Jordan Spieth, mun spila á 1. heimsmóti sínu, eða The World Golf Championships-HSBC Champions eins og mótin heita upp á ensku.
Hann hefir ekkert keppt í 3 vikur en hefir samt sem áður ekki setið auðum höndum því hann var að kaupa sér hús og notaði tímann til flutninga.
„Þetta er spennandi. Ég er enn með sama herbergisfélaga. Þetta er heilmikið ferli að fara í gegnum allar eigurnar og flytja þær til. Við erum ekki alveg búin að koma okkur fyrir erum ekki einu sinni komin með rafmagn. Þetta verður svona einskonar hellir fyrst um sinn og ekki mikið um listaverk, en græjurnar verða á sínum stað.“
Aðspurður um hvort hann væri búinn að koma sér upp hillum og skápum fyrir verðlaunagripi sína svaraði Spieth:
„Nei, en það er lítil hilla næst svefnherberginu mína þar sem ég er með myndir frá Walker Cup, The Presidents Cup, ásamt nokkrum fánum. Ég er ekki enn búinn að flytja John Deere Trophy í nýja húsið þannig að það er enn pláss bara á þessari hillu.“
Í frítíma sínum fylgdist fyrrum All-Star úr háskólanum í Texas (Spieth) einnig með uppáhaldsfélagi sínu í bandaríska ruðningsboltanum – The Texas Longhorns, en svo við snúum okkur aftur að golfinu þá sagðist Spieth hafa þurft að fá smá frítíma. Þetta hafi verið orðið ansi mikið undir lok keppnistímabilsins. Hann sagði líka að „frítíminn“ hefði veitt sér færi á að koma sér upp plani í ræktinni, sem hann ætlaði sér að fara eftir og myndi eflaust nýtast honum í keppnunum.
Þegar hann var beðinn að líta yfir farinn veg á árinu 2013, þar sem hann varð yngsti sigurvegari á PGA Tour frá árinu 1931 þá sagði Spieth að sér þætti minnisstæðast hversu stöðugur hann var seinni hluta keppnistímabilsins.
„Ekki aðeins vegna sigursins (á John Deere Classic) heldur líka á milli Wyndham Championship og FedExCup umspilsins, þá var ég í efstu sætum í mótum 5-6 vikur í röð. Það var enginn afslöppun. Mér tókst að klára á fremur sterkan máta og komast í Forsetabikarsliðið.“
Og hvað varðaði það að hann væri nú að taka þátt í fyrsta heimsbikarsmóti sínu sagði Spieth loks:
„Eftir að hafa spilað með mikið af þessum strákum í Forsetabikarnum og í FedExCup umspilinu, þá finnst mér ég eiga heima meðal þeirra. Það vill bara svo til að fyrsta heimsmótið mitt er í Kína. Þetta er alþjóðlegasta mót sem ég hef spilað í með kylfingum frá Kína, Thaílandi, Japan og öðrum keppendum, auk þeirra sem ég spila með að jafnaði.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024