Hörður Þorsteinsson: „Hvernig fjölgum við kylfingum í klúbbum?“ (3/3)
Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GSÍ hélt frábæran fyrirlestur á málþingi sem GSÍ stóð fyrir föstudaginn 22. nóvember 2013. Hann bar yfirskriftina: „Golfvellir í hvert sveitarfélag.“
Hér fer 3. hluti og niðurlag þess fyrirlestrar Harðar:
Hörður setti á nýja glæru:
Hvernig fjölgum við kylfingum í klúbbum?
Í viðhorfskönnun kemur þetta fram:
* Dýrt í golf
– Þetta á klárlega ekki við á Íslandi og allra síst á þetta við á landsbyggðinni, þar sem árgjald er stundum einungis á við hálft árgjald á höfuðborgarsvæðinu
– Hugsanlega annað viðmið um verðlagningu á afþreyingu á landsbyggðinni
– EN MIKILVÆGT AÐ LEIÐRÉTTA ÞENNAN MISSKILNING
En þá ætla ég að koma að hlutunum með aðeins öðruvísi hætti. Það sem við getum sjálf, vegna þess að við þurfum að fara að huga að þessari fjölgun. Hvað getum við gert til að fjölga kylfingum í klúbbum? Þó ótrúlegt megi virðast hér á Íslandi þá segja sumir: „Það er svo dýrt í golf.“
Við vorum að segja Pierre (Bechmann) í hádeginu hvað það kostaði í golf hér og honum fannst það alveg hlægilegt. Hér er mjög ódýrt að stunda golf, hvort sem það eru vallargjöld eða annað þannig að við þurfum að vera dugleg að leiðrétta þennan misskilning í samfélaginu til þess að þetta sé ekki að trufla okkur. Golf er tímafrekt, þetta er það sem alltaf er að koma upp og við þurfum að glíma við (Hörður setur á nýja glæru):
Golf tímafrekt:
– Hefir áhrif í ákveðnum aldurshópum og skýrir hvers vegna fólk á barnseignaraldri 20-45 ára er síður í golfi.
– Ætti ekki að hafa áhrif á börn og unglinga og eldri borgara, sem eru komnir af vinnumarkaði.
– Þurfum því að nálgast þessa hópa með mismunandi hætti
– (En enga að síður þurfum við að vera vakandi yfir leikhraða)
Við þurfum að huga vel að leikhraðanum að menn séu ekki að spila 5-6 tíma. En þetta er ekki vandamál á landsbyggðinni þar sem okkur vantar félaga þetta er nú frekar spurning um betri nýtingu á höfuðborgarsvæðinu þar sem vantar pláss. Hörður setur á nýja glæru:
Nú hvernig nálgumst við ólíka aldurshópa?
– Börn og unglingar
– Margir golfklúbbar með leikjanámskeið í samstarfi við sveitarfélögin
– Með kynningum í skólanum á vorin, bjóða börnum að heimsækja golfvöllinn og fá félagsmenn til þess að aðstoða við að taka á móti þeim
– Útbúa aðstöðu í bæjarfélaginu til að púttaog sjá Dæmi um slíkt í Dalvík þar sem völlurinn er utan við bæinn
– Samstarf við önnur íþróttafélög, t.d. þau félög sem eru með vetraríþróttastarfsemi
– Fá eldri kylfinga til að aðstoða við kynningu og kennslu
Við þurfum að taka góð fordæmi og læra af þeim. Við sjáum Dalvíkinganna af því að Davíð er nú hér hvað þeir hafa gert frábæra hluti hjá sér og fært aðstöðuna inn í bæinn í gamla íþróttahúsið fyrir inniaðstöðu o.s.frv. og ná að búa til bara meistara, áttu 3 Íslandsmeistara af 6 í unglingaflokkum í sumar sem sýnir bara hversu frábært starf þeir eru að vinna. Þetta þurfum við að skoða.
Við þurfum að halda áfram að nálgast alla aldurshópa, unga fólkið, við þurfum kannski að reyna að gera þetta eins og á líkamsræktarnámskeiðunum: stutt námskeið, skýr skilaboð, sveigjanleika, félagsaðild o.s.frv. (Hörður setur á nýja glæru)
Hvernig nálgumst við mismunandi aldurshópa?
* Unga fólkið á framabrautinni
– Nálgast með svipuðum hætti og líkamsræktarstöðvarnar
– Stutt námskeið
– Skýr skilaboð
– Sveigjanleiki
* Skemmtilegt
– Ekki of formlegt, slaka á forminu, s.s um klæðnað
– Tengja saman keppni og samveru
* Heilsusamlegur lífstíll
– Útivera
– Holl hreyfing
Við erum í blazer-um með bindi og annað og við heyrum það í skoðanakönnunum að mönnum finnst þetta of hátíðlegt og kannski þurfum við að slaka aðeins á forminu. Ég held að þetta sé ekkert stórvandamál á Íslandi – við heyrum þetta meira úti, en hér erum við Íslendingar ekkert mjög stíf á forminu.
Við þurfum að vera dugleg að selja þennan holla lífstíl, sem Brynjólfur kom inn á hér áðan um útiveru og holla hreyfingu og síðan er staðreyndin sem við megum ekki gleyma og menn hafa nú verið að tala um að golf sé íþrótt miðaldra manna – það er samt mesta nýliðun þar og þetta er stærsti hópurinn í hreyfingunni – karlar og konur – og þetta er sá hópur, sem að náttúrulega ber uppi hreyfinguna hvort sem er í sjálfboðaliðastarfi eða fjárhagslega og þetta er hópur sem er með aukinn frítíma, áhersla á keppnir endilega ekki svo mikil, menn eins og Brynjólfur tekur fjölskylduna og vinnur strákana sína og allt það, en þetta er allt á heilbrigðum nótum og áherslan á keppni ekki eins og það sem við erum að tala um í GSÍ um almenning og afrekshópa hins vegar. Þessi hópur er að leita að góðri útiveru, heilsusamlegri hreyfingu o.s.frv. Það skiptir máli að við tökum vel á móti þessum hóp. (Hörður setur á nýja glæru)
Hvernig nálgumst við mismunandi aldurshópa?
50+
– Mesta aukningin í þessum aldurshóp og nýliðun
– Vantar afþreyingu
– Áhersla á keppni ekki mikil
– Góð útivera
– Heilsusamleg hreyfing
– Miklu skiptir að vel sé tekið á móti þessum aldurshópi og nýliðar finni sig velkomna
– Vera í góðu samstarfi við önnur félög og samtök s.s. Starfsmannafélög, góðgerðarfélög eins og Kiwanis, Lions o.fl.
Við verðum að taka vel á móti nýliðum, spila við nýliða, blanda hópnum. Ég held að það sé ákveðið vandamál í svona stórum klúbbum s.s. GR sem er með um 3000 félaga að þessi klúbbaeining fer svolítið. Menn fara að búa til minni grúppur inn og þá verður erfitt að koma sem nýliði og fá leiðsögnina. Þetta er kannski ekki vandamál úti á landi en við erum að glíma við þetta hér í höfuðborginni og menn verða kannski svolítið einir í mikla fjöldanum. Ég held að við þurfum að passa þetta svolítið í stóru klúbbunum og taka vel á móti þeim; vera í góðu samstarfi við Kiwanis, Lions o.s.frv. o.s.frv.
Hörður setur á nýja glæru:
En ekki gleyma hvernig getum við haldið í félagsmenn?
– Nærtækast að vinna í að koma þeim í lægri forgjafarflokk
– Bæta fræðslu og golfkennslu
* Vera með þjónustukannanir meðal félagsmanna.
En kannski nr. 1, 2 og 3 það sem við erum að heyra frá golfsamböndum annars staðar, sem eru búnir að vera að missa mikið af félögum, Svíar voru komnir upp undir 500.000 félaga en fóru niður í 400.000 félaga og þeir segja hvað eigum við að gera í stöðunni. Og þeir segja: Hvað eigum við að gera? Það er nærtækast, vinnum í þeim félögum sem við eigum, það er ódýrast að halda því sem við eigum. Og hvernig gerum við það? Ef menn skoða brottfallið en þeir hafa rannsakað það 30% eru með 26 eða hærra í forgjöf, hætta árið eftir, 3% af þeim sem komast niður fyrir 26 í forgjöf; sem segir manni hver er ódýrasta markaðssetning fyrir golfklúbb? Það er bæta golfkennsluna. Fá golfkennara og bæta gæði golfleiksins, þá höfum við meira gaman af því og þá eru líkurnar meiri á að við höldum áfram í fklúbbnum. Við erum oft að horfa út á við en eigum að horfa inn á við. Við hjá GSÍ reynum auðvitað að halda vel utan um þennan hóp, eins og við getum, við gefum út Golf á Íslandi og reynum að koma okkar skilaboðum á framfæri og við sjáum að það er gríðarleg ánægja með það og menn halda þeim upplýsingum frá sambandinu og hreyfingunni á lífi. Ég held að þarna sé góð áskorun hjá okkur: bætum gæði golfleiksins og þá höldum við okkar félögum.
En ég ætlaði nú bara að hafa þetta örstutt frá mér, svona helstu statistík um golf á Íslandi en hleypa bæjarstjóranum að. Takk fyrir.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024