Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 31. 2013 | 13:45

Nýju stúkurnar á LET 2014: Karolin Lampert (6/31)

Það var 31 stúlka sem komst í gegnum Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour).

Mótið fór fram dagana 14.-18. desember 2013 á golfvöllum Al Maaden og Samanah CC í Marrakech, Marokkó.  Leiknir voru 5 hringir  og eftir 4. hringinn var stúlkunum 92 sem upphaflega voru 94, fækkað niður í 60 og þar af hlutu 31 efstu eftir 5. og lokahringinn keppnisrétt á LET fyrir keppnistímabilið 2014.

Það voru 4 stúlkur sem deildu 23. sætinu (voru jafnar í 23.-26. sætinu) og komust inn á mótaröðina með skor upp á samtals 1 yfir pari, 361 högg:   Hannah Ralph,  Lucy AndreNina Muehl  og Karolin Lampert.

Í dag verður byrjað á að kynna þýska kylfinginn Karolin Lampert, sem varð í 26. sæti og er komin á Evrópumótaröð kvenna í 1. tilraun.  Hún er auk nöfnu sinnar Caroline Masson sem hún lítur mjög upp til, ein helsta vonarstjarna Þjóðverja í golfinu.

Lampert er aðeins 18 ára, fædd 20. febrúar 1995 í Schwetzingen í Þýskalandi og æfir í þeim fræga golfklúbbi St. Leon Rot. Hún býr í Sandhausen í Þýskalandi og hefir frá árinu í ár verið í golflandsliði Þjóðverja.

Sjá má nýlegt viðtal við Karolin sem fréttamaður LET tók við hana með því að SMELLA HÉR: