Úlfar Jónsson, fv. landsliðsþjálfari í golfi. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2014 | 20:00

Viðtalið II: Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari

Nú fyrr í vikunni birti Golf 1 fyrri hluta viðtals við Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfara. Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Um margt var að ræða við landsliðsþjálfarann og hefði viðtalið geta orðið mun lengra, ef Úlfar hefði ekki þurft að hlaupa á fund,  en fáir eru jafnvel að sér hvað snertir öllu viðvíkjandi golf og Úlfar.

Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari. Mynd Golf 1.

Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari. Mynd Golf 1.

Hér kemur síðari hluti viðtalsins:

Golf 1: Hvað þarf til að verða góður kylfingur?

Úlfar: Undirstaðan er að hafa ástríðu fyrir íþróttinni, það er sterkara en áhugi.  Ástríðan fær þig til að gera ótrúlega hluti. Síðan þarf maður að vera agaður, setja sér markmið hafa draumamarkmið – síðan vinnusemi og mikla trú og vilja á því sem maður vill gera. Í golfi koma öldudalir þá þarf maður að hafa trúnna og viljann til að halda áfram.  Það hjálpar að vera agaður, en ef maður hefir trúnna og viljann þá fylgir aginn oft. Þeir sem eru ekki agaðir hafa samt oft náð árangri hér á Íslandi.  Við á Íslandi þurfum meiri aga og viljastyrk.

Golf 1: Hver er besti golfkennari á Íslandi?

Úlfar: Arnar Már.

Golf1: Hver er besti „high-profile“ erlendi golfkennarinn að þínu mati – menn s.s. Butch Harmon, Sean Foley, Leadbetter o.fl.? 

Úlfar: High-profile kennarar? Það er erfitt að segja til um það – Besti þjálfarinn getur þess vegna verið einhver sem vinnur vel og hefir hjálpað ótal kylfingum að njóta að spila golf. Ég þekki engann „high profile golfkennara“ af eiginn reynslu  En það er auðvelt að segja Sean Foley af því hann er með Tiger og Justin Rose – Ég er sammála mörgu sem hann er að gera. Annars er besti kennarinn sá sem gefur mikið af sér og fær þig til að njóta þess að spila betra golf.

Golf 1 Hver eru helstu einkenni góðs golfkennara?

Úlfar: Hann þarf að geta búið til ákveðið  plan – hafa strúktúr í kennslu –  vinna í réttri röð – koma hlutum skýrt og vel til skila og svo þarf hann að vera þolinmóður, hress og skemmtilegur.

Golf 1: Er munur á karl- og kvenkylfingum …. þegar þú ert að kenna þeim?

Úlfar: Já, karlarnir eru sterkari og konur hafa ekki eins mikinn styrk. En þegar kemur að liðleikanum þá eru karlarnir oftar stirðari en konurnar – það er munur á líkamlegur atgervi –  en lítill munur á því meðal afrekskylfinga.

Golf 1: Af hverju eru færri konur en karlar í golfi?

Úlfar: Þetta hefir nú verið að breytast. Fyrir 100 árum voru miklu færri konur í golfi en nú – Nú eru hlutföllin 30% – 70% að meðaltali meðal félaga í  golfklúbbum hér á landi.

Golf 1: Af hverju halda stelpurnar oft ekki áfram í golfi?

Úlfar: Það þarf að nálgast stúlkurnar á annan hátt – þetta hefðbundna form höggleiksmót og slíkt getur verið erfitt fyrir unga kylfinga hvort heldur er stráka eða telpur – þegar þarf að telja öll höggin og skorið er sjáanlegt fyrir alla. Það getur verið erfitt og reyndin að stúlkur eru viðkvæmari fyrir þessu. Varðandi stelpurnar þarf að koma inn öðru fyrirkomulagi varðandi keppnir – hafa meiri félagslega nálgun – sveitakeppnir eru skemmtilegasta mótið, þá kemur oft upp gríðarlegur áhugi hjá stelpum (reyndar líka strákum) þegar verið er að keppa sem lið – þegar þær eru hluti af liði – en  ekki einstaklingar að axa ábyrgðina einar. Það er oft líka munur á því hvernig stelpur og strákar æfa. Það er meiri keppni hjá strákum – stelpurnar þjálfa sig oft ekki nógu vel til að þola álag í keppnum. Þessu þarf að breyta þegar komið er í afreks- og keppnisstarfið og þá fækkar þeim.

Hver er besta goflbók sem þú hefir lesið? 

Úlfar (brosandi): Fyrir utan „Enn betra golf?“ (Innskot: Úlfar er höfundur hennar og hún er vissulega ein besta íslenska golfkennslubókin sem rituð hefir verið) Úlfar: Ætli það sé ekki Zen golf.

Íslenska piltalandsliðið

Íslenska piltalandsliðið – Úlfar í efstu röð lengst t.h.

Að lokum: Hvað er þér eftirminnilegast frá síðasta ári annars vegar persónulega og hins vegar sem landsliðsþjálfari?

Úlfar: Persónulega er það að ég spilaði í Meistaramóti GKG á parinu seinasta hringinn, en var á 83 höggum deginum áður. Þetta var 12 högga sveifla og gott að snúa þessu við (Innskot: Úlfar hefir að sögn afar lítinn tíma til æfinga persónulega).  Úlfar: Eftirminnilegast sem landsliðsþjálfari er að vera með strákunum úti í Slóvakíu þegar U-18 náði að tryggja sig inn í Evrópumótið.