Evróputúrinn: Thomas Aiken sigraði á Africa Open
Það var heimamaðurinn Thomas Aiken sem sigraði á Africa Open, sem var mót vikunnar á Evrópumótaröðinni og Sólskinstúrnum að þessu sinni.
Samtals spilaði Aiken á 20 undir pari, 264 höggum (66 65 66 67) líkt og landi hans Oliver Fisher (66 63 66 69) og því varð að koma til bráðabana milli þeirra, þar sem Aiken hafði betur.
Fyrir sigurinn fékk Aiken € 158.500 (u.þ.b. 25 milljónir íslenskra króna), sem þykir ekki hátt verðlaunafé á karlamótaröð, sem skýrir dræma þátttöku „þekktari nafna“ í mótinu.
Þriðja sætinu deildu Bandaríkjamaðurinn John Hahn og Englendingurinn David Horsey, báðir aðeins 1 höggi á eftir sigurvegaranum.
Fimmta sætinu deildu síðan 4 kylfingar, tveimur höggum á eftir sigurvegaranum: forystumaður 3. hring Emiliano Grillo frá Argentínu, sem ekki náði að fylgja eftir frábærum 3. hring sínum upp á 62 högg – var á 73 og því 11 högga sveifla milli hringja; Englendingurinn Richard Bland og heimamennirnir Darren Fichardt og Jaco Van Zyl.
Til þess að sjá lokastöðuna á Africa Open SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Africa Open SMELLIÐ HÉR: (Verður sett inn um leið og myndskeið er til)
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024