Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2014 | 09:00

GL: Einar Lyng ráðinn íþróttastjóri

Einar Lyng Hjaltason hefir verið ráðinn íþróttastjóri hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi og mun hann hafa yfirumsjón með þjálfun barna- og unglinga hjá GL og vera golfkennari GL. Einar Lyng starfaði síðast sem íþróttastjóri og golfkennari hjá Golfklúbbnum Kili, Mosfellsbæ. Hann tekur við starfinu af Karli Ómari Karlssyni.

Í fréttatilkynningu frá Leyni kemur eftirfarandi fram:  

Einar Lyng er PGA menntaður kennari frá PGA golfkennaraskólanum á Íslandi en hann lauk golfkennaranámi árið 2009.  Einar hefur samhliða golfkennslu verið fararstjóri á Spáni allt frá árinu 1999.
Æfingar barna- og unglinga munu hefjast innan skamms hjá Einari og verður send út tilkynning síðar í vikunni vegna þess.
Stjórn GL bindur miklar vonir við störf Einars og býður hann velkominn til starfa.