Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2014 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór og Ragnar Már luku báðir keppni í 66. sæti í Texas

Andri Þór Björnsson, GR og golflið Nicholls State  og Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese tóku þátt í Rice Intercollegiate mótinu á Westwood golfvellinum, í Houston, Texas.

Mótið stóð dagana 17.-18. febrúar 2014 og var lokahringurinn því leikinn í gær.

Í mótinu tóku  þátt 84 háskólastúdentar frá 15 háskólum.

Andri Þór og Ragnar Már deildu 66. sæti, en þeir voru báðir á 19 yfir pari, 235 höggum; Andri Þór (80 81 74) og Ragnar Þór ( 75 79 81).  Andri Þór bætti sig um 7 högg á lokahringnum!!!

Í liðakeppninni voru þeir báðir Andri Þór og Ragnar Már á 4. besta skori háskóla sinna; Ragnar Már og félagar í McNeese urðu í 8. sæti og Andri Þór og félagar í Nicholls State í 14. sæti.

Næsta mót Andra Þórs og Nicholls State og Ragnars Más er Moe O´Brien Intercollegiate, þar sem gestgjafi er McNeese háskóli. Mótið fer fram 24. febrúar n.k. í Lake Charles í Louisiana.

Til þess að sjá lokastöðuna á Rice Intercollegiate  SMELLIÐ HÉR: