Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2014 | 19:00

Honda LPGA Classic hefst á morgun

Á morgun hefst Honda LPGA Classic mótið á Pattaya Old Course í Siam CC í Chonburi, Thaílandi.

Sú sem á titil að verja er nr. 1 á Rolex-heimslista kvenkylfinga, Inbee Park.

Til þess að auglýsa mótið fóru 8 LPGA leikmenn í myndatöku í gær og létu taka myndir af sér í hefðbundum tælenskum kvenklæðnaði.

Ef myndin er vel skoðuð má sjá bleika pardusinn nýtrúlofaða, Paulu Creamer sitjandi til vinstri og Michelle Wie, sitjandi til hægri.

Standandi lengst til hægri er sú sem á titil að verja í mótinu: Inbee Park.   Hinar sem þátt tóku í myndatökunni voru Jutanugarn systurnar Ariya og Moriya, Pornanong PhattlumMika Miyazato og Beatriz Recari.

Hér má sjá nokkrar myndir af LPGA kvenkylfingum í hefðubundnum tælenskum skrautkvenfatnaði:

Glæsilegar!!! Wie og Creamer.

Glæsilegar!!! Wie og Creamer.

Pornanong Phattlum tekur sig vel út í tælenska kjólnum!

Pornanong Phattlum tekur sig vel út í tælenska kjólnum!