Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 20. 2014 | 11:00

Opna írska 2015 fer fram á Royal County Down

Tilkynnt hefir verið um að Opna írska á Evrópumótaröðinni 2015 muni fara fram á Royal County Down linksaranum.

Valið á vellinum kemur nokkuð á óvart vegna þess að takmarka verður aðgang áhorfenda.  T.a.m. þegar Walker Cup fór fram á vellinum 2007 var fjöldi áhorfenda takmarkaður við 2007.

Þegar Opna írska fór fram á Royal Portrush fór fram á Causeway Coast árið 2012, seldust miðar fyrir 112.000 áhangendur. Slíkur fjöldi áhorfenda er ekki mögulegur á Royal County Down vegna heilsu og öryggisþátta.

Síðast fór Opna írska fram á Royal County 1939 þegar Englendingurinn Arthur Lee sigraði og síðan þá hefir völlurinn stöðugt verið talinn meðal bestu golfvalla í heiminum.

„Royal County Down er svo sannarlega einn af uppáhaldsgolfvöllum mínum á Írlandi,“ sagði fyrrum Opna bandaríska meistarinn Graeme McDowell. í viðtali við BBC Northern Ireland. „Það hefir alltaf verið deilt um það á Norður-Írlandi hvor sé betri Portrush eða County Down, en þeir eru bara svo ólíkir. County Down verður að venjast, maður verður að spila þar nokkrum sinnum til þess að kunna á völlinn, því það eru mörg blindandi högg sem slá verður, en því meir sem völlurinn er spilaður þá sést hversu mikill klassa völlur þetta er.“

Rory tjáði sig líka um valið á velli fyrir Opna írska 2015: „Mér fannst takast vel til á Portrush og að fara á County Down getur aðeins verið gott fyrir Opna írska og fyrir golf á Írlandi í heildina tekið.  Mitt álit er það að það væri góð hugmynd að skiptast á að spila á völlum í suður og á Norður-Írlandi.“