Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2014 | 02:45

Bandaríska háskólagolfið: Axel á parinu og Haraldur 1 yfir í Texas e. 1. dag

Axel Bóasson, GK og Mississippi State er á sléttu pari, 72 höggum eftir 1. dag á Bayou City Collegiate meistaramótinu í Houston golfklúbbnum, í Humble,  Texas.

Mótið stendur dagana 21.-23. febrúar 2014 og þátttakendur eru 87 frá 15 háskólum.

Axel er  í 23. sæti, sem hann deilir með 11 öðrum keppendum.  Axel er jafnframt á 2. besta skori Mississippi State, sem er í 7. sæti í liðakeppninni.

Haraldur Franklín Magnús, GR og Louisiana Lafayette er 1 höggi á eftir, á 73 höggum og er í 35. sæti, ásamt 8 öðrum keppendum.  Haraldur fékk m.a. glæsiörn á 15. holu Houston golfvallarins!

Haraldur Franklín er á 1.-2. besta skori Louisiana Lafayette, sem deilir 13. sætinu í liðakeppninni ásamt Houston Baptist.

Til þess að sjá stöðuna á  Bayou City Collegiate meistaramótinu eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: