Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2014 | 10:00

LPGA: Nordqvist með 4 högga forystu eftir 3. dag í Thaílandi

Anna Nordqvist jók enn forystu sína á 3. degi á Pattaya Old Course, í Siam Country Club, í Chonburi Thailandi, á Honda LPGA Thailand mótinu.

Hún er nú með 4 högga forystu á næstu keppninauta sína þær Michelle Wie og nr. 1 á Rolex-heimslistanum Inbee Park, sem deila 2. sætinu, en báðar eru búnar að spila á samtals 7 undir pari, hvor.

Samtals er Nordqvist búin að leika á samtals 11 undir pari, 205 (66 72 67).

Ein í 4. sæti á 6 undir pari Julieta Granada frá Paraguay.

Fimmta sætinu á samtals 5 undir pari, hver, deila síðan stórstjörnurnar: Lydia Ko, Lexi Thompson, Yani Tseng og móðirin nýbakaða Cristie Kerr.

Til þess að sjá stöðuna á Honda LPGA Thailand eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR: