Dustin Johnson (DJ).
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2011 | 06:00

Dustin Johnson í hnéaðgerð í gær – verður frá keppni næstu vikur

Nr. 5 á heimslistanum og sá Bandaríkjamanna, sem efstur er á heimslistanum, Dustin Johnson gekkst í gær undir brjóskaðgerð í hægra hné. Hann verður frá keppni í óákveðinn tíma og er ekki búist við honum fyrr en einhvern tímann aftur í janúar 2012.

Johnson vann The Barclays í ágúst s.l. og varð þar með 1. kylfingurinn til þess að sigra á hverju hinna 4 ára sem hann er búinn að vera á túrnum frá útskrift úr háskóla. Sá sem síðast afrekaði það síðast var Tiger Woods árið 1999. Alls hefir Dustin Johnson sigrað 5 sinnum á atvinnumannsferli sínum.

Umboðsmaður Dustin, David Winkle hjá Hambric Sports, sagði að Dustin hefði fundið fyrir verkjum allt frá því í júlí þegar hann varð í 2. sæti á eftir Darren Clarke á Opna breska. Búist er við að hann verði á hækjum í 1 viku og hefji síðan rólega aftur golfleik með því að æfa chipp og pútt. Hann ætti að vera kominn á fulla ferð aftur í lok desember en ekki er ljóst á þessari stundu hvort hann tekur þátt í the Tournament of Champions í Kapalua (á Hawaii), sem hefst síðasta jóladag, á Þrettándanum, 6. janúar 2012.

Heimild: CBS Sports