Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2014 | 18:45

Heimsmótið í holukeppni 2014: Dubuisson vann Els 1&0

Victor Dubuisson er aðeins 1 leik frá því að verða 1. franski kylfingurinn til þess að sigra í heimsmótinu í holukeppni, en hann lagði Ernie Els nú í þessu á Accenture Match Play Championship.

Els átti 3 holur á Dubuisson eftir 4 leiknar holur og það leit ekki vel út fyrir Frakkann, sem er 21 ári yngri en Els.

En einmitt þegar leit út fyrir að þetta gæti ekki versnað átti Els slæmt chip á 8. holu og Dubuisson minnkaði bilið í 2 holur og síðan í 1 holu á 9. holu.

Síðan fór Dubuisson á flug á 11. og 12. holu sem hann vann, en Els var búinn að jafna á 14. holu.  Dubuisson vann síðan 15. holu en Els setti niður ógnarlangt 10 metra pútt og hélt jöfnu.

Els hins vegar komst ekki upp úr flatarglompu á 18. holu og Dubuisson vann með minnsta mun 1&0.

Úrslitaleikurinn í heimsmótinu í holukeppni fer því fram milli Jason Day frá Ástralíu og Victor Dubuisson frá Evrópu.  Bandaríkin og Suður-Afríka úr leik!