Haraldur Franklín. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2014 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín átti glæsilokahring í Texas upp á 69 högg!

Haraldur Franklín Magnús, GR og Louisiana Lafayette, átti glæsilokahring upp á 3 undir pari, 69 högg á  Bayou City Collegiate meistaramótinu í Houston golfklúbbnum, í Humble,  Texas.

Mótið stóð dagana 21.-23. febrúar 2014 og voru þátttakendur eru 87 frá 15 háskólum.

Haraldur Franklín lék samtals á 4 yfir pari 220 höggum  (73 78 69) og hafnaði í 46. sæti ásamt 8 öðrum keppendum (og fór upp um 23 sæti eftir lokahringinn).  Haraldur var á 1.-3. besta skori í liði sínu, Louisiana Lafayette, en í liðakeppninni varð Louisina í 13. sæti

Axel Bóasson, GK og Mississippi State, lék á samtals 12 yfir pari, 228 höggum  (72 78 78) og hafnaði í 75. sæti mótsins ásamt Trey Johnson frá Rice háskólanum. Axel fór niður um 14 sæti frá deginum áður. Axel var  á 4. besta skori Mississippi State og taldi árangur hans í 11. sætis árangri Mississippi State í liðakeppninni.

Næsta mót Haraldar Franklín og Louisiana Lafayette er 3. mars n.k. í Louisiana, en næsta mót Axels og Mississippi State er Tiger Invitational í Alabama 10. mars n.k.

Til þess að sjá lokastöðuna á  Bayou City Collegiate meistaramótinu  SMELLIÐ HÉR: