Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU. Mynd: ETSU
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2014 | 14:30

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst á 2 yfir pari e. 1. dag í Puerto Rico

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU tekur þátt í Puerto Rico Classic mótinu, sem fram fer á River golfvelli Rio Mar Country Club, í Puerto Rico.

Þátttakendur eru 75 frá 15 háskólum. Mótið stendur 23.-25. febrúar 2014.

Guðmundur Ágúst lék 1. hring á 2 yfir pari, 74 höggum og hann deilir sem stendur 42. sætinu ásamt 13 öðrum keppendum, sem allir voru með 74 högg.

Í efsta sæti er  Adam Schenk frá Purdue háskóla en hann lék á 6 undir pari, 66 höggum (og á 8 högg á Guðmund Ágúst).

Lið Guðmundar, ETSU er sem stendur í 15. og neðsta sætinu.

Til þess að sjá stöðuna á Puerto Rico Classic eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: