Andri Þór Björnsson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2014 | 08:25

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór og Ragnar Már spila í Moe O´Brien mótinu

Andri Þór Björnsson, GR og golflið Nicholls State og Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese spila í Moe O´Brien mótinu.

Ragnar Már Garðarsson, GKG, Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki - 15. júní 2013 á Leirdalsvelli

Ragnar Már Garðarsson, GKG, Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki – 15. júní 2013 á Leirdalsvelli

Mótið fer fram dagana 24.-25. febrúar og þátttakendur eru  68 frá 13 háskólaliðum:  McNeese State,  Abilene Christian, Incarnate Word, New Orleans, Nicholls, Stephen F. Austin, Belhaven, North Dakota, North Dakota State, Prairie View A&M, Texas-Pan American, Texas Southern, og Western Illinois.

Mótið fer fram í 51. sinn, en verið er að endurvekja mótið sem ekki hefir verið leikið frá árinu 2005. Það stendur dagana 24.-25. febrúar og verður lokahringurinn því spilaður  í dag.

Andri Þór er samtals búinn að spila fyrstu tvo hringina á 5 yfir pari, 149 höggum (74 75) meðan Ragnar Már lék á 8 yfir pari, 152 höggum (78 74).

Andri Þór er T-29 þ.e. deilir 29. sætinu ásamt 4 öðrum meðan Ragnar Már er T-36 þ.e. deilir með Trent Olson frá North Dakota State.

McNeese golflið Ragnars Más er í 1. sæti í liðakeppninni en skor Ragnars telur ekki.  Lið Andra Þórs deilir 5. sætinu með Abilene Christian en Andri Þór er á 3. besta skori liðsins og telur það því.

Sjá má stöðuna á Moe O´Brien mótinu eftir 2 leikna hringi með því að SMELLA HÉR: