Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2014 | 11:30

Ghostbusterinn Ramis – leikstjóri Caddyshack látinn

Leikarinn og leikstjórinn Harold Allen Ramis er látinn 69 ára að aldri (f. 21. nóvember 1944 – 24. febrúar 2014).

Hann var e.t.v. þekktastur sem leikari fyrir leik sinn sem Egon Spengler í kvikmyndinni Ghostbusters (1984) og sem Russel Ziskey í kvikmyndinni Stripes (1981).

En Ramis var ekki síður þekktur sem leikstjóri og meðal þekktustu og vinsælustu kvikmynda, sem hann leikstýrði var golfkvikmyndin Caddyshack (1980) og National Lampoons Vacation (1983), Groundhog Day (1993) og Analyze This (1999).

Ramis var tvíkvæntur og á 3 eftirlifandi börn. Banamein hans voru afleiddir sjúkdómar æðabólgu, sem hann greindist með 2010.

Hér má sjá myndskeið um gerð Caddyshack SMELLIÐ HÉR: