Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2014 | 18:00

Elkington með hommabrandara

Ástralski kylfingurinn Steve Elkington var einn af bestu kylfingum heims í kringum 1990.

Hann vann m.a. 10 PGA Tour titla og þ.á.m. PGA Championship risamótið.

Í seinni tíð hefir Elkington hins vegar verið þekktari fyrir að vera með rasista húmor, gera ósmekklega grín að þyrluslysinu í Skotlandi í fyrra og eins fyrir rifrildi sín á Twitter við Ian Poulter sem þolir Elkington ekki.

Hér má sjá fyrri umfjöllun Golf 1 um Elkington:  1 ELKINGTON og þyrluslysið í Skotlandi    2 ELKINGTON og Ian Poulter

Maður skyldi ætla að Elkington myndi draga djúpt andann og halda sér til hlés …. en síður en svo.

Hann varð auðvitað að tjá sig eina ferðina enn í þetta skipti um Michael Sam, sem kom út úr skápnum og opinberaði að hann væri samkynhneigður og er sá fyrsti í sögunni í NFL (bandaríska ruðningsboltanum), sem kemur fram og viðurkennir það opinberlega.

Hér fara nokkur af tvítum Elkington:

„ESPN covering Michael Sam as a gay athlete is embarrassing …..“ (að ESPN sé að fjalla um Michael Sam sem samkynhneigðan íþróttamann er neyðarlegt)

Elkington fylgdi þessu eftir með NFLCombine “djók.”

„ESPN reporting Michael Sam is leading the handbag throw at NFL combine…. No one else expected to throw today“  (Eiginlega ekki hægt að þýða þennan svo sómasamlegt sé!)

Svo loks dró Elkington í land:
„ I’m for Sam I’m against ESPN telling me he’s gay…. “ (Ég er með Sam en á móti því að ESPN sé að segja mér frá því að hann sé samkynhneigður)