Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2014 | 12:45

LPGA: Webb enn efst

Ástralska golfdrottningin Karrie Webb hefir verið í forystu alla 3 fyrstu mótsdaga HSBC Women´s Championship í Singapúr.

Webb er búin að spila á samtals 11 undir pari, 205 höggum (66 69 70).

Í 2. sæti er bandaríska stúlkan Angela Stanford nú aðeins 1 höggi á eftir Webb og  3. sætinu deila þær Teresa Lu og Azahara Muñoz , enn öðru höggi á eftir.

Paula Creamer er í 5. sæti á samtals 7 undir pari; Morgan Pressel er í 6. sæti á samtals 6 undir pari og norska frænka okkar, Suzann Pettersen er í 7. sæti á samtals 5 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag HSBC  Women´s Champions mótsins SMELLIÐ HÉR: