Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2014 | 13:30

Tiger ánægður með að hafa komist í gegnum niðurskurð

Tiger átti enn einn erfiða hringinn á 2. hring Honda Classic á Palm Beach og rétt slapp með skrekkinn og náði niðurskurði í mótinu.

Hefði hann ekki komist í gegnum niðurskurðinn hefði það verið í 11. skipti á öllum ferli hans, sem honum hefði ekki tekist ætlunarverkið.

Þetta eru enn ein vonbrigðin en Tiger hefir ekkert verið að spila vel það sem af er árs, byrjaði illa í Torrey Pines og Dubai.

Engu að síður staðhæfir hann að hann sé ánægður með árangur sinn í Flórída.

„Þetta var barátta, það er ekki nokkur vafi á því,“ sagði Tiger.

„Ég barðist um völlinn hér í dag. Ég var bara ekkert að slá vel. Þetta er bara einn af þeim dögum þar sem maður varð að berjast fyrir góðri tölu, þannig að þetta var bara gott.“

Tiger veit að hann verður að bæta sig. „Jamm, stutta spilið var gloppótt og nú er það gott aftur. Nú verður bara að bæta boltasláttinn!“